Vaktin: Sagðir hafa rætt um að fremja fjöldamorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2022 10:16 Aðgerðir lögreglu á miðvikudag voru umfangsmiklar. Vísir/Vilhelm Rannsókn lögreglu vegna gruns um að einstaklingar sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum í vikunni, hafi verið með hryðjuverk í bígerð heldur áfram. Vísir fylgist með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni hér að neðan. Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögregla boðaði til blaðamannafundar í gær vegna málsins en rannsóknin er sögð á frumstigum. Lagt var hald á fjölda skotvopna, síma og tölva, sem nú verður rannsakaður. Fjórir voru handteknir og tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins, annar í viku og hinn í tvær vikur. Lögregla telur sig með aðgerðunum hafa afstýrt hryðjuverkaárás hér á landi. Í hádegisfréttum RÚV í dag kom fram, samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV, að mennirnir tveir sem voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald hafi rætt um að fremja fjöldamorð á árshátíð lögreglumanna í næstu viku. Rafræn gögn sýni samskipti á milli þeirra þar sem orðalagið „fjöldamorð“ var notað. Lögreglumenn, Alþingi og fleira hafi verið nefnt í því samhengi. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér og ekki gefið upp mikið um hina fyrirhuguðu árás sem sögð er hafa verið yfirvofandi. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að lögreglu hafi sett vörð um Alþingishúsið og þá greinir blaðið frá því að sjónir mannanna kunni að hafa beinst að árshátíð lögreglumanna, sem átti að fara fram í næstu viku. Vísir mun fylgjast með vendingum dagsins í málinu í Vaktinni sem nálgast má hér að neðan. Þar munum við miðla því sem fram kemur um málið í dag.
Lögreglumál Lögreglan Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59 Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45 Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Lögregluaðgerðin í kastljósi erlendra fjölmiðla Erlendir fjölmiðlar á borð við CNN og The Guardian hafa fjallað um aðgerðir lögreglu hér á landi í vikunni þar sem fjórir voru handteknir grunaðir um að hafa haft í hyggju að fremja hryðjuverk hér á landi. 23. september 2022 09:59
Eru sagðir hafa sýnt árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga Árásir sem lögregla telur sig hafa komið í veg fyrir þegar fjórir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag, voru taldar yfirvofandi á næstu dögum. 23. september 2022 06:45
Norðurvígi segist ekki tengjast handtökunum Nýnasistasamtökin Norðurvígi sem einnig eru þekkt sem Norræna mótstöðuhreyfingin hefur neitað því að tengjast öfgahópum og það sé ekki fólk innan samtakanna sem ætli sér að fremja hryðjuverk. 22. september 2022 23:44