Best að hafa markmið um sigur Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. september 2022 19:11 Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðsglaupsins árið 2022. BAKGARÐSHLAUPIÐ/GUMMI FT Berjast, hafa gaman og taka eitt skref í einu. Þetta voru einkunnarorð Kristjáns Svans Eymundssonar sem sigraði Bakgarðshlaupið að 214 kílómetrum loknum. Hann hafði þá hlaupið samfleytt í um 32 klukkutíma en fyrir hlaup setti hann sér það eina markmið að sigra. „Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“ Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel, auðvitað stífnar maður svolítið upp en ég er núna bara á leiðinni heim til mín,“ segir Kristján í samtali við fréttastofu. Hann kveðst fyrst og fremst meyr og þakklátur þeim sem studdu hann fram á síðasta hring. Þetta var í fyrsta sinn sem Kristján tekur þátt í Bakgarðshlaupinu en hann er reyndur í hefðbundnari langhlaupum. Í Bakgarðshlaupinu er tæplega sjö kílómetra hringur hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Brotnaði niður en þurfti að halda haus Í öðru sæti lenti Marlena Radiziszewska en hún hljóp 31 hring. „Ég fæ að vita í byrjun hrings að hún hafi hætt. Þá hálfpartinn brotnar maður niður í tvær þrjár sekúndur en ég þurfti samt að halda andliti og klára hringinn en svo bara brotnaði ég niður þegar hann var búinn.“ Kristján segist jafnvel hafa átt nokkra hringi inni. Til aðstoðar fékk hann sinn besta vin sem var til staðar í gegnum súrt og sætt, eins og Kristján orðar það. „Við tókum eins og við köllum það á menntaskólamáli, „all-nighter“. Taktíkin hjá mér var annars að fylgja mínum félögum úr hlaupahópi fyrstu 15-16 hringina. Eftir að þeir fara úr leik þá hleyp ég bara mitt hlaup inn í nóttina og bætti aðeins í hraðann og tók hringina á um 36-38 mínútum.“ Best að hafa markmið um sigur Hann segir það að vissu leyti hafa komið á óvart að standa uppi sem sigurvegari keppninnar. „Eins kokhraust og það hljómar þá vildi ég fara með það hugarfar inn í keppnina að ætla að vinna þetta, frekar en að hafa markmið um ákveðinn fjölda hringa. Þannig gat ég ekki afsakað mig þegar ég væri búinn með til dæmis 100 kílómetra að hætta.“ Sumarið segir Kristján ekki hafa gengið að óskum í langhlaupunum en meiðsli settu strik í reikninginn. Hann var því tilbúinn að prófa nýja hluti og „leika sér“, eins og hann orðar það. „Ég mun núna bara taka mér ágætis frí út í haustið og reyni svo að hefja nýtt æfingatímabil fyrir næsta ár.“
Hlaup Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00 Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52 Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Bein útsending: Sitja fyrir svörum degi fyrir mikilvægan leik Íslands á EM Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Glódís með á æfingu Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari eftir 214 kílómetra Kristján Svanur Eymundsson er sigurvegari Bakgarðshlaupsins sem lauk rétt í þessu. Hann hljóp 32 hringi en það eru rúmir 214 kílómetrar. 18. september 2022 17:00
Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. 18. september 2022 10:52
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18