Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. september 2022 11:15 Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í garða- og saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna, segir fundinn í Langholtskirkju í gær hafa einkennst af samstöðu. Samsett Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkirkjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvígðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Ólöf Margrét Snorradóttir, prestur í Garða- og Saurbæjarprestakalli og stjórnarmaður Félags prestvígðra kvenna segir fundinn í gær hafa einkennst af samstöðu. „Þau [orð Arnaldar í viðtali við Útvarp sögu] gáfu í skyn að við ættum ekki allar heima í félaginu, þess vegna þótti okkur gott að koma saman, ræða þetta og hvað við gætum gert. Og eftir fundinn er samþykkt ályktun þar sem við teljum og segjum að formaður PÍ sé vanhæfur til að gæta hagsmuna alls félagsfólks í félaginu.“ Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Yfirlýsing Félags prestvígðra kvenna í heild: Ályktun frá Félagi prestsvígðra kvenna haldinn í Langholtskirkju fimmtudaginn 15. september 2022. Föstudaginn 9. september s.l. var á Útvarpi Sögu útvarpað viðtali við formann Prestafélags Íslands, hér eftir PÍ. Þar ræddi formaðurinn um mál einstaklinga sem eru félagsfólk í PÍ og varðar kvörtun til teymis Þjóðkirkjunnar um kynbundið ofbeldi, kynferðislega áreitni og einelti. Orð sem formaðurinn lét falla í viðtalinu er ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að hann taki sér stöðu með geranda. Mikilvægt er að fram komi að formaður PÍ hafði áður en hann fór í þetta viðtal haft samband við tvo þolendur í þeim tilgangi að fá upplýsingar um málið og gera lítið úr trúverðugleika teymisins. Í öðru tilvikinu hélt formaður því fram í samtali við þolanda að honum hefði verið falið f.h. Biskupsstofu að vinna að úrlausn þessa máls sem formaður PÍ. Staðfest hefur verið að honum var ekki fengið þetta umboð. Einnig tjáði hann öðrum þolandanum að PÍ þyrfti að skiptast í tvær fylkingar í málinu og þolandinn gæti ekki leitað til formannsins þar sem hann hefði þegar tekið afstöðu með gerandanum. Því ályktar Félag prestsvígðra kvenna að formaður PÍ sé vanhæfur til þess að gæta hagsmuna alls félagsfólks vegna þess að hann tók meðvitaða afstöðu í ofbeldismáli með geranda. Félag prestsvígðra kvenna lýsir yfir trausti á störfum teymis þess sem fjallar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti og ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félagið fagnar eindreginni afstöðu Biskups Íslands gegn öllu ofbeldi innan Þjóðkirkjunnar. Félag prestvígðra kvenna fer fram á afsögn formanns Prestafélags Íslands.
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent