Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2022 23:30 Lögreglumenn við undirbúningsstörf í Lundúnum. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39
Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21