Listasýningar með ömmu í æsku kveiktu á sköpunargleðinni Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 6. september 2022 07:58 Pétur Geir Magnússon er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Sigurjón Ólason Lágmyndir hafa heillað listamanninn Pétur Geir Magnússon frá ungum aldri og í dag hefur hann fært þær inn í nútímalegt form í listsköpun sinni. Pétur Geir, sem er búsettur og starfræktur í Stokkhólmi, er með bakgrunn í grafískri hönnun en kallar sig hagnýtan myndlistarmann og nálgast listaverk sín á einstakan hátt. Pétur Geir er viðmælandi í nýjasta þætti af KÚNST, sem er jafnframt fyrsti þáttur í seríu tvö. Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér að neðan: Klippa: Pétur Geir - Kúnst Pétur stóð fyrir sýningunni Annarskonar Annaspann í ágústmánuði hér heima og gekk sýningin vonum framar. Innblástur sótti hann meðal annars úr náttúrunni og ýktari árstíða í Svíþjóð en verk sýningarinnar voru samtals 41 og segist Pétur leggja mikið upp úr því að nýta efnivið verkanna vel við öll smáatriði. View this post on Instagram A post shared by Pétur Geir Magnússon (@petgmag) „Ég get þetta alveg“ Aðspurður hvað það var sem fékk hann til að kýla á það að verða listamaður segir Pétur: „Það var alveg aðdragandi að því, amma var alltaf rosa dugleg að fara með mig á söfn og kveikja í mér þannig séð.“ Eftir að hann lauk menntaskóla segist Pétur svo hafa verið á ákveðnum tímamótum þar sem hann ákvað að fylgja innsæi sínu og draumum: „Ég ætlaði í sálfræði en fann fljótt að það myndi ekki henta mér og fannst það ekki nógu kreatívt. Ég fór þá að vinna við Art Department hjá True North við þá dásamlegu mynd Fast and the Furious 8. Þar var maður sem starfaði sem Art Director og hann var bara að mínu mati með nettasta starfið í heiminum, þar sem hann var bara að teikna, búa til einhverjar pælingar og gera einhvern draumaheim.“ Pétur var að aðstoða hann í þessu verkefni og segist þá hafa áttað sig á því að hann gæti alveg séð sig fyrir sér vinna í þessu. „Ég bara hugsaði: Ég get þetta alveg. Og maður kýldi á þetta eiginlega bara svolítið blákalt. Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í, þannig séð.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Menning Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira