Tónlist

Græna græna grasið nær nýjum hæðum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
George Ezra situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með lagið Green Green Grass.
George Ezra situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 með lagið Green Green Grass. Instagram @george_ezra

Breski söngvarinn George Ezra trónir á toppi Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið Green Green Grass. Lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid og hefur fikrað sig í átt að fyrsta sæti listans á undanförnum vikum.

Beyoncé fellur niður um eitt sæti eftir að hafa verið ósigrandi í rúman mánuð með lagið Break My Soul og Harry Styles fylgir fast á eftir með lagið Late Night Talking af plötunni Harry’s House.

Þá var Hold Me Closer, nýja lag Elton John og Britney Spears, kynnt inn sem líklegt til vinsælda. Síðasta samstarf Elton John við bresku poppsöngkonuna Dua Lipa sló öll met en lagið Cold Heart sat í fyrsta sæti vinsældarlista víða um heiminn.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning

Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir.

Sumarlegt og seiðandi hjá Calvin Harris

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Calvin Harris skipar áttunda sæti Íslenska listans í þessari viku með hið seiðandi lag Potion þar sem söngkonan Dua Lipa og rapparinn Young Thug leika listir sínar við silkimjúka sumar tóna. Lagið hækkar sig um ellefu sæti á milli vikna.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×