Sport

Sjáðu lyftuna sem tryggði Úlf­hildi Örnu silfur­verð­laun á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir brosir hér þegar hún veit að hún er búin að klára lyftuna. 101 kíló upp með glæsibrag.
Úlfhildur Arna Unnarsdóttir brosir hér þegar hún veit að hún er búin að klára lyftuna. 101 kíló upp með glæsibrag. Skjámynd/Instagram

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir skrifaði söguna í vikunni þegar hún tryggði sér þrenn silfurverðlaun í keppni í ólympískum lyftingum á Evrópumeistaramóti U17 í Póllandi.

Úlfhildur tók öll silfurverðlaunin í boði í-71 kílóa flokknum. Hún varð í öðru sæti í öllum greinum það er snörun, jafnhendingu og samanlögðu.

Úlfhildur Arna Unnarsdóttir með alla verðlaunapeningana sína.Lyftingasamband Íslands

Úlfhildur náði einungis fyrstu lyftunni gildri í snörun, 80 kíló, en náði ekki 84 kílóum og 85 kílóum gildum. Í jafnhendingunni fór Úlfhildur upp með 97 kíló í fyrstu tilraun en náði ekki gildri lyftu í annarri tilraun þegar 100 kíló voru á slánni. Það var því mikið undir í lokalyftunni.

Úlfhildur Arna sýndi mikinn styrk þegar hún kláraði síðustu lyftuna sína með 101 kílóa gildri lyftu. Það má sjá hana klára þessa flottu lyftu hér fyrir neðan og ekki síst brosið þegar hún veit að lyftan er gild.

Minnstu hafi munað um að Úlfhildur hefði endað í fyrsta sæti þar sem sigurvegari flokksins, Finninn Anette Ylisoini, þurfti að klippa af sér hárið til að ná vigt inn í flokkinn.

Úlfhildur er fædd árið 2005 og má því segja að það sér pláss fyrir bætingar og fleiri medalíur hjá henni í framtíðinni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.