Vill að Þjóðverjar byggi höfn í Vík Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. ágúst 2022 13:31 Einar Freyr Elínarson er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Hann vill sleppa því að flytja vikurinn eftir vegakerfi Íslands og skella honum beint um borð í bát. vísir/egill Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill ráðast í hafnargerð í Vík í Mýrdal til að koma í veg fyrir umfangsmikla vikurflutninga um Suðurlandsveginn. Höfnin myndi skapa mikil tækifæri fyrir þorpið, sem er í dag eina hafnarlausa sjávarþorp landsins. Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Fréttastofa hefur fjallað talsvert um fyrirhugaða þungaflutninga um Suðurlandsveginn. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að baki áformunum en fyrirtækið vill hefja efnistöku á vikri við Hafursey á Mýrdalssandi. Vikurinn yrði síðan fluttur með vörubílum alla leið til Þorlákshafnar - nýr bíll færi af stað á kortersfresti. „Nú þverar þjóðvegur 1 enn sem komið er nokkur þéttbýli á leiðinni til Þorlákshafnar. Þannig við leggjum það til hjá sveitarfélaginu að það verði skoðaður sá möguleiki að skipa þessu öllu út héðan frá ströndinni og ráðast í hafnargerð,“ segir Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Vík er í dag eina sjávarþorp landsins þar sem ekki má finna neina höfn. Gríðarlega mikill sandur er nefnilega á hafsbotni allt í kring um bæinn. Er alveg raunhæft að koma hér upp höfn? „Ég held að mönnum hafi ekki fundist það raunhæft hingað til. En það hvað er raunhæft er auðvitað mjög afstætt. Menn héldu hér fyrir ekkert svo löngu síðan að það væri ekki raunhæft að brúa yfir jökulsá en þar er verið að klára núna glæsilega tvíbreiða brú. Það er búið að gera höfn í Landeyjahöfn og ég held að það sé vel hægt að læra af því módeli og betrumbæta það. Þannig að já, ég held að þetta sé alveg klárlega möguleiki sem er hægt að skoða,“ segir Einar. Sveitarfélagið hefur þegar sett sig í samband við þýska fyrirtækið, sem Einar segir að taki ekki endilega illa í þessa hugmynd. „Því að við sjáum ekki fyrir okkur að þetta yrði fjármagnað af opinberu fé. En getur boðið upp á tækifæri í alls konar atvinnuþróun; bara í ferðamennsku og sjávarútvegi líka. Þannig að þetta gæti verið mjög spennandi tækifæri fyrir okkur,“ segir Einar. Hann hefur miklar efasemdir um að hin leiðin - tíðar ferðir vöruflutningabíla sem keyra burt úr sveitarfélaginu með vikur til Þorlákshafnar til að flytja hann til meginlandsins þaðan - myndi skila miklum ávinningi fyrir íbúa Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sjávarútvegur Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Námuvinnsla Tengdar fréttir Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20 „Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53 Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. 16. ágúst 2022 15:20
„Þetta heitir að selja ömmu sína tvisvar“ Fyrirhuguð stórfelld námuvinnsla og miklir þungaflutningar um Suðurland leggjast afar illa í marga sem keppast við að fordæma fyrirætlanirnar. 15. ágúst 2022 13:53
Hjörleifshöfði seldur Íslendingum og Þjóðverjum Hjörleifshöfði í Mýrdalshreppi hefur verið seldur íslenskum og þýskum aðilum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Til stendur að nýta jörðina meðal annars í ferðaþjónustu og vinnslu úr Kötluvikri. 23. nóvember 2020 14:31