Hilmar Örn endaði í sjöunda sæti og er staðfestur í úrslit á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 09:42 Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum Evrópumótsins í morgun. EPA-EFE/CJ GUNTHER Hilmar Örn Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum í sleggjukasti á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum eftir sitt næstlengsta kast á ferlinum. Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira
Þetta leit mjög vel út eftir riðil Hilmars og á endanum átti kappinn sjöunda lengsta kastið í undankeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslendingur kemst í úrslit í sleggjukasti á stórmóti. Hilmar Örn kastaði 76,33 metra í sínu lokakasti og var með þriðja lengsta kastið í fyrri undanriðlinum. Þar köstuðu bara Pólverjinn Wojciech Nowicki (78,78 metrar) og Frakkinn Quentin Bigot (77,22 metrar). Hilmar Örn hafði gert ógilt í fyrsta kasti og svo kastað 72,87 metra í kasti tvö. Hann þurfti því á risakasti í þriðju og síðustu tilraun sem kom. Hilmar hefur aðeins einu sinni kastað lengra en það var þegar hann kastaði sleggjunni 77,10 metra og setti Íslandsmet á Origo móti FH 27 ágúst 2020. Þetta var líka langlengsta kast Íslendings á stórmóti en Hilmar kastaði 72,72 metra á heimsmeistaramótinu í júlí. Hér fyrir neðan má sjá þetta frábæra kast Hilmars. Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022 Þeir sem köstuðu 77,50 metra tryggðu sér strax í úrslit en tólf efstu tryggðu sér sæti í úrslitunum annað kvöld. Í seinni undanriðlinum máttu því níu manns kasta lengra en Hilmar og það kom fljótlega í ljós að kapparnir voru að kasta lengra í þeim riðli. Það voru þrír sem köstuðu sig beint í úrslitin og einn að auki sem kastaði lengra en Hilmar. Lengst allra kastaði Pólverjinn Paweł Fajdek en sleggjan hans fór 79,76 metra. Hilmar kastaði jafnlangt og Grikkinn Christos Frantzeskakis en tekur sjöunda sætið af því að næstlengsta kast hans var lengra.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Sjá meira