Katrín Tanja ferðaðist yfir öll Bandaríkin eftir neyðarkall frá Anníe Mist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 08:31 Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir hafa báðar orðið tvisvar sinnum heimsmeistarar í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir sagði frá því hvað sérstaklega góður vinur gerir þegar þú þarft á honum að halda. Anníe lýsti viðbrögðum Katrínar Tönju Davíðsdóttur á heimsleikunum í CrossFit. Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ár og var í skoðunarferð við Hollywood merkið í Los Angeles borg þegar heimsleikarnir voru settir í Madison í lok síðasta mánaðar. Glöggir tóku hins vegar eftir því að tvöfaldi heimsmeistarinn var allt í einu mætt til Madison til að hvetja vinkonu sína Anníe Mist Þórisdóttur og lið hennar frá CrossFit Reykjavíkur. Anníe Mist hefur nú sagt frá því af hverju Katrín Tanja birtist þarna á miðjum heimsleikunum. „Ég vona að þú eigir einhvern að í þínu lífi eins og ég hef í Katrínu Tönju,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir á samfélagsmiðla sína. „Einhvern sem er tilbúinn að henda öllu frá sér til að hjálpa þér, dag sem nótt eða hvort sem þú hefur rangt eða rétt fyrir þér. Einhvern sem segir þér hlutina eins og þeir eru. Einhver sem færir fjöll til að auðvelda þér ferðalagið. Slík manneskja er Katrín Tanja fyrir mig,“ skrifaði Anníe Mist. „Fimmtudaginn 28. júlí klukkan 13.10 á Austurstrandartíma hringdi ég hana vegna hugsanlegra meiðsla í okkar liði á heimsleikunum. Hún sat þá í Coeur d’Alene með Brooks Laich sínum. Tólf tímum, tveimur flugum og langri bílferð síðar svaf hún í herbergi við hliðina á mínu í Michigan,“ skrifaði Anníe Mist. „Hver gerir slíkt? Jú Katrín Tanja gerir það,“ skrifaði Anníe. „Ég hef þekkt hana í meira en tíu ár og mér líður eins og hún hafi alltaf verið með mér. Við getum eytt klukkutímum í spjall saman talandi um hitt og þetta. Hluti sem skipta máli eða skipta litlu máli. Við getum setið og þagað saman en við getum líka dansað saman alla nóttina,“ skrifaði Anníe en það má lesa allt sem hún skrifaði hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Íslendingar erlendis Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira