Sport

Snæfríður og Anton í undanúrslit

Atli Arason skrifar
Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun keppa í undanúrslitum 200 metra skriðsunds á EM síðdegis í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir mun keppa í undanúrslitum 200 metra skriðsunds á EM síðdegis í dag. Simone Castrovillari

Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Anton Sveinn McKee munu bæði synda í undanúrslitum á Evrópumótinu í sundi í Róm síðar í dag.

Anton Sveinn mun synda í 200 metra bringusundi á EM á eftir.Getty Images

Snæfríður Sól mun keppa í 200 metra skriðsundi en hún synti á 2:02 mínútum í undanrásunum í morgun.

Anton Sveinn keppti í 200 metra bringusundi og kláraði sína ferð sína á þriðja besta tíma allra sem syntu 200 metra bringusund í morgun. Anton fór metrana 200 á 2:11 mínútum.

Undanúrslitin í bæði 200 metra bringusundi karla og 200 skriðsundi kvenna fer fram síðdegis.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.