Fótbolti

Benzema, Courtois og De Bruyne tilnefndir sem leikmenn ársins hjá UEFA

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Liverpool FC v Real Madrid - UEFA Champions League Final 2021/22 PARIS, FRANCE - MAY 28: Thibaut Courtois and Karim Benzema of Real Madrid look on during the line up prior to the UEFA Champions League final match between Liverpool FC and Real Madrid at Stade de France on May 28, 2022 in Paris, France. (Photo by Jonathan Moscrop/Getty Images)
Liverpool FC v Real Madrid - UEFA Champions League Final 2021/22 PARIS, FRANCE - MAY 28: Thibaut Courtois and Karim Benzema of Real Madrid look on during the line up prior to the UEFA Champions League final match between Liverpool FC and Real Madrid at Stade de France on May 28, 2022 in Paris, France. (Photo by Jonathan Moscrop/Getty Images)

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA birti í gær hvaða þrír leikmenn eiga möguleika á því að vera valdir knattspyrnumaður ársins hjá sambandinu.

Upphaflega voru það 15 leikmenn sem komu til greina, en í gær var gert ljóst hvaða þrír leikmenn það eru sem urðu efstir í valinu. Það eru blaðamenn á vegum evrópskra íþróttamiðla sem velja leikmann ársins.

Aðeins koma leikmenn til greina sem leika með liðum sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, Evrópudeildarinnar eða Sambandsdeildar Evrópu, en horft er á heildarframmistöðu leikmanna í öllum keppnum þegar kosið er.

Það eru þeir Karim Benzema (Real Madrid), Thibaut Courtois (Real Madrid) og Kevin de Bruyne (Manchester City) sem eru tilnefndi í ár. Benzema var valinn leikmaður tímabilsins í Meistaradeild Evrópu, Courtois var valinn maður leiksins í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og De Bruyne var valinn leikmaður tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þá hafa þeir Jürgen Klopp (Liverpool), Pep Guardiola (Manchester City) og Carlo Ancelotti (Real Madrid) verið tilnefndir sem þjálfarar ársins, en tilkynnt verður um sigurvegara í báðum flokkum þegar dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar þann 25. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.