Segir rússneska sendiherrann vilja afvegaleiða umræðuna Jakob Bjarnar skrifar 11. ágúst 2022 11:19 Steinunn Þóra segir að frumvarp sitt um afnám þessa lagastafs hafi dagað uppi í þinginu eins og vill verða um tugi annarra þingmannamála. Hún telur fulla ástæðu til þess nú að dusta rykið af því. Vísir/Vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, telur vert að dusta rykið af lagafrumvarpi þar sem lagt er til að grein sem snýr að banni við því að móðga þjóðhöfðingja og smána fána þjóðríkja verði máð úr hegningarlögum. 95. grein almennra hegningarlaga hljóðar svo: „Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.“ Hlífið okkur við fjasi um fjölmiðlafrelsi Í gær mátti sjá harðorðan pistil á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins í Reykjavík þar sem þess er krafist að Fréttablaðið biðjist afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu hvar sjá má að trampað er á rússneska fánanum. Þar er ritstjóri blaðsins minntur sérstaklega á áðurnefnda 95. grein almennra hegningarlaga þar sem bann er lagt við því að smána opinber tákn þjóða að viðlögðum sektum og/eða fangelsisvist. Í pistlinum segir jafnframt að Fréttablaðsmenn ættu í öllum bænum að spara sig og hlífa fólki við tali um fjölmiðlafrelsi. Þeir sem ekki sjái í hendi sér að þarna sé um smánun og brot á viðurlögum að ræða, viti bara ekkert hvað þeir eru að gera. Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að sannarlega stæði ekki til að biðjast afsökunar á myndbirtingunni, um væri að ræða fréttamynd. Vilji hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun Steinunn Þóra telur rússneska sendiherrann á sérkennilegri vegferð og fiskur sé undir steini. „Fjölmiðlar eru auðvitað að birta myndir og fréttir af miklu hræðilegri atburðum sem nú eru í gangi. Það er ótrúlega viðbjóðslegt innrásastríð. Þetta er augljóslega tilraun til að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.“ Steinunn Þóra segir það ekki gott, almenningur sé augljóslega með þessu að tjá afstöðu sína til stríðs með friðsömum og táknrænum hætti. En finnst henni sendiherrann hafa farið fram úr sér? „Mér finnst í rauninni eins og verið sé að drepa málum á dreif. Reyna að fjarlægja umræðuna frá því sem er aðalatriði málsins; fullt af saklausu fólki býr við hörmulegar aðstæður, er drepið í stríði og þar á fókusinn að vera.“ Lögin hafa elst átakanlega illa Steinunn fór fyrir hópi þingmanna Vinstri grænna sem lagði fram frumvarp 2018 þess efnis að 95. greinin yrði lögð niður. Í greinargerð segir hún að greinin hafi verið misnotuð einmitt til að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun. Lagaákvæðinu hafi sjaldan verið beitt og enn sjaldnar hafi dómar fallið á grunni þess. Og dæmin sem um ræðir hafi sannarlega ekki elst vel. Þannig var Þórbergur Þórðarson rithöfundur dæmdur fyrir að móðga Adolf Hitler með því að kalla hann blóðhund og skáldið Steinn Steinarr var dæmdur fyrir að smána hakakrossinn, fána þýska nasistaflokksins. Athygli vekur að í umsögn um frumvarpið á sínum tíma leggst utanríkisráðuneytið eindregið gegn því á þeim forsendum að það sé í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Í umsögninni, sem Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri skrifar undir fyrir hönd ráðuneytisins en þetta er í ráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, segir meðal annars að þetta snúist um vernd og öryggi sendiráðsfólks. „Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarverndar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“ Full ástæða til að dusta rykið af frumvarpinu Steinunn Þóra segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki lagt frumvarpið fram á síðustu þingum, einfaldlega því hún vonaði að þetta myndi hreyfast með öðrum lögum þegar hegningarlögin eru endurskoðuð. Það hefur hins vegar ekki gerst. „Ég held að það sé bara full ástæða til að skoða það að dusta rykið af þessu frumvarpi, sem er í rauninni mjög einfalt, þar sem ég legg til að 95. greinin verði felld á brott.“ Steinunn Þóra segir spurð á hverju hafi strandað það svo vera að örlög frumvarpsins hafi verið þau sömu og tuga þingmannamála sem lögð eru fram á hverju ári. „Aðeins lítill hluti þeirra verða að lögum á endanum. Ég held að kannski hafi verið einhverjar efasemdir innan stjórnkerfisins á þessu. En einnig eru margir sem telja að ef gengið er of langt í níði eða rógburði eða illmælgi um einhverja manneskju þá gildi almenn lög um það.“ Erpur Eyvindarson var ásamt tveimur öðrum dæmdur fyrir að varpa bensínsprengju á bandaríska sendiráðið. Hér má sjá skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá árinu 2002 þar um. Steinunn Þóra nefndir B-lið í þessum lögum sem er tilkominn eftir að nokkrir ungir menn, Erpur Eyvindarson rappari meðal annarra, varpaði bensínsprengju á bandaríska sendiráðið. En þá séu önnur lagaákvæði til staðar sem taka á slíku. Dæmin með Þórberg og Stein Steinarr sýna svo að þessi lög eru ekki að eldast vel? „Nei. Þetta er bara algjör óþarfi. Þjóðhöfðingjar þurfa enga sérstaka vernd í svona lagaklausum,“ segir Steinunn Þóra og furðar sig á refisrammanum, að dæma megi fólk í allt að sex ára fangelsi samkvæmt þessum lögum sem rússneski sendiherrann nú vísar til. Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Vinstri græn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
95. grein almennra hegningarlaga hljóðar svo: „Hver, sem opinberlega smánar erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs, skal sæta sektum [eða fangelsi allt að 2 árum. Nú eru sakir miklar og varðar brot þá fangelsi allt að 6 árum.“ Hlífið okkur við fjasi um fjölmiðlafrelsi Í gær mátti sjá harðorðan pistil á Facebook-síðu rússneska sendiráðsins í Reykjavík þar sem þess er krafist að Fréttablaðið biðjist afsökunar á mynd sem birtist í blaðinu hvar sjá má að trampað er á rússneska fánanum. Þar er ritstjóri blaðsins minntur sérstaklega á áðurnefnda 95. grein almennra hegningarlaga þar sem bann er lagt við því að smána opinber tákn þjóða að viðlögðum sektum og/eða fangelsisvist. Í pistlinum segir jafnframt að Fréttablaðsmenn ættu í öllum bænum að spara sig og hlífa fólki við tali um fjölmiðlafrelsi. Þeir sem ekki sjái í hendi sér að þarna sé um smánun og brot á viðurlögum að ræða, viti bara ekkert hvað þeir eru að gera. Sigmundur Ernir Rúnarsson sagði í viðtali við Vísi í gærkvöldi að sannarlega stæði ekki til að biðjast afsökunar á myndbirtingunni, um væri að ræða fréttamynd. Vilji hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun Steinunn Þóra telur rússneska sendiherrann á sérkennilegri vegferð og fiskur sé undir steini. „Fjölmiðlar eru auðvitað að birta myndir og fréttir af miklu hræðilegri atburðum sem nú eru í gangi. Það er ótrúlega viðbjóðslegt innrásastríð. Þetta er augljóslega tilraun til að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun.“ Steinunn Þóra segir það ekki gott, almenningur sé augljóslega með þessu að tjá afstöðu sína til stríðs með friðsömum og táknrænum hætti. En finnst henni sendiherrann hafa farið fram úr sér? „Mér finnst í rauninni eins og verið sé að drepa málum á dreif. Reyna að fjarlægja umræðuna frá því sem er aðalatriði málsins; fullt af saklausu fólki býr við hörmulegar aðstæður, er drepið í stríði og þar á fókusinn að vera.“ Lögin hafa elst átakanlega illa Steinunn fór fyrir hópi þingmanna Vinstri grænna sem lagði fram frumvarp 2018 þess efnis að 95. greinin yrði lögð niður. Í greinargerð segir hún að greinin hafi verið misnotuð einmitt til að hafa áhrif á fjölmiðlaumfjöllun. Lagaákvæðinu hafi sjaldan verið beitt og enn sjaldnar hafi dómar fallið á grunni þess. Og dæmin sem um ræðir hafi sannarlega ekki elst vel. Þannig var Þórbergur Þórðarson rithöfundur dæmdur fyrir að móðga Adolf Hitler með því að kalla hann blóðhund og skáldið Steinn Steinarr var dæmdur fyrir að smána hakakrossinn, fána þýska nasistaflokksins. Athygli vekur að í umsögn um frumvarpið á sínum tíma leggst utanríkisráðuneytið eindregið gegn því á þeim forsendum að það sé í andstöðu við þjóðréttarlegar skuldbindingar Íslands. Í umsögninni, sem Sturla Sigurjónsson ráðuneytisstjóri skrifar undir fyrir hönd ráðuneytisins en þetta er í ráðherratíð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, segir meðal annars að þetta snúist um vernd og öryggi sendiráðsfólks. „Að mati ráðuneytisins skýtur skökku við ef þjóðhöfðingi erlends ríkis njóti minni réttarverndar heldur en t.d. sendiherra viðkomandi ríkis, aðrir sendierindrekar og fjölskyldur þeirra.“ Full ástæða til að dusta rykið af frumvarpinu Steinunn Þóra segir í samtali við Vísi að hún hafi ekki lagt frumvarpið fram á síðustu þingum, einfaldlega því hún vonaði að þetta myndi hreyfast með öðrum lögum þegar hegningarlögin eru endurskoðuð. Það hefur hins vegar ekki gerst. „Ég held að það sé bara full ástæða til að skoða það að dusta rykið af þessu frumvarpi, sem er í rauninni mjög einfalt, þar sem ég legg til að 95. greinin verði felld á brott.“ Steinunn Þóra segir spurð á hverju hafi strandað það svo vera að örlög frumvarpsins hafi verið þau sömu og tuga þingmannamála sem lögð eru fram á hverju ári. „Aðeins lítill hluti þeirra verða að lögum á endanum. Ég held að kannski hafi verið einhverjar efasemdir innan stjórnkerfisins á þessu. En einnig eru margir sem telja að ef gengið er of langt í níði eða rógburði eða illmælgi um einhverja manneskju þá gildi almenn lög um það.“ Erpur Eyvindarson var ásamt tveimur öðrum dæmdur fyrir að varpa bensínsprengju á bandaríska sendiráðið. Hér má sjá skjáskot af frétt Fréttablaðsins frá árinu 2002 þar um. Steinunn Þóra nefndir B-lið í þessum lögum sem er tilkominn eftir að nokkrir ungir menn, Erpur Eyvindarson rappari meðal annarra, varpaði bensínsprengju á bandaríska sendiráðið. En þá séu önnur lagaákvæði til staðar sem taka á slíku. Dæmin með Þórberg og Stein Steinarr sýna svo að þessi lög eru ekki að eldast vel? „Nei. Þetta er bara algjör óþarfi. Þjóðhöfðingjar þurfa enga sérstaka vernd í svona lagaklausum,“ segir Steinunn Þóra og furðar sig á refisrammanum, að dæma megi fólk í allt að sex ára fangelsi samkvæmt þessum lögum sem rússneski sendiherrann nú vísar til.
Alþingi Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Vinstri græn Sendiráð á Íslandi Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira