Sport

Krúttaði yfir sig í kringum risana hjá Green Bay Packers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Green Bay Packers eru af öllum stærðum og gerðum en hér er ein ung stúlka með leikmanninum Zach Tom.
Stuðningsmenn Green Bay Packers eru af öllum stærðum og gerðum en hér er ein ung stúlka með leikmanninum Zach Tom. AP/Morry Gash

Þeir eru engin smásmíði margir leikmenn NFL-liðanna og þurfa bæði stóra vöðva og mörg kíló til að halda velli í baráttunni inn á vellinum.

Nú stendur yfir undirbúningstímabil og oftar er ekki er áhuginn það mikill á liðunum í deildinni að fullt af stuðningsmönnum mæta á æfingasvæðið.

Þannig var það á dögunum hjá liði Green Bay Packers. Þar voru stuðningsmennirnir einnig af öllum stærðum.

Sú sem vakti kannski mesta athygli var unga stúlkan sem bauð risunum tesopa úr litla leikfangabollanum sínum.

Hér fyrir neðan má sjá þessa ungu stelpu krútta yfir sig í kringum risana hjá Green Bay Packers.

Hún er væntanlega komin á biðlista yfir ársmiðum hjá Green Bay Packers en venjan er hjá fólki í Green Bay að setja börnin á slíka biðlista við fæðingu.

Kannski komast þau af þeim lista og í hópi ársmiðahafa áður en þau sjálf eru orðin afar eða ömmur.

NFLFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.