Innlent

Al­var­lega slasaður eftir um­ferðar­slys á Akur­eyri

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Mikill viðbúnaður var á svæðinu eftir slysið.
Mikill viðbúnaður var á svæðinu eftir slysið. Vísir/Tryggvi

Ekið var á gangandi vegfaranda á Strandgötu á Akureyri klukkan tæplega ellefu í morgun, meiðsli vegfarandans eru talin alvarleg. Slysið varð skammt frá Bifreiðastöð Oddeyrar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því að slasaði einstaklingurinn hafi verið fluttur á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Rannsóknarvinna á vettvangi sé langt komin en ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um tildrög slyssins að svo stöddu.

Samkvæmt umfjöllun RÚV er hinn slasaði karlmaður á sjötugsaldri. 

Tilkynningu frá lögreglunni má sjá hér að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.