Næsti Usain Bolt setti heimsmet og sýndi „hrokann“ sem Bolt var frægur fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2022 16:15 Botsvanamaðurinn Letsile Tebogo með gullið sitt ásamt silfurstráknum Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka og bronsstráknum Benjamin Richardson frá Suður-Afríku. Getty/Pedro Vilela Letsile Tebogo er framtíðarstjarna í frjálsum íþróttum ef marka má frammistöðu hans á HM unglinga á dögunum. Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Tebogo vann ekki bara gullverðlaun í 100 metra hlaupi heldur bætti hann einnig heimsmet Usain Bolt í U20 aldursflokknum. Hinn nítján ára gamli Botsvanamaður kom í mark á 9,91 sekúndu sem er nýtt met. Tebogo átti best áður 9,94 sekúndur og það lítur út fyrir að hann eigi mikið inni. Það er ekki aðeins sprettharkan sem fær menn til að kalla Tebogo næsta Usain Bolt. Eins og Usain Bolt gerði á sínum tíma þá er Letsile orðinn þekktur fyrir að slaka á í lok hlaupa þegar hann hefur í raun tryggt sér sigurinn. Það gerði hann einnig í þessum umrædda methlaupi. Þegar um þrjátíu metrar voru eftir af hlaupinu þá byrjaði Tebogo í raun að fagna sigri, hann lyfti hægri hendinni og byrjaði að sveifla fingrinum í átta að næsta manni sem var Bouwahjgie Nkrumie frá Jamaíka. Hann hélt því áfram allt til enda hlaupsins og brosti líka. Letsile Tebogo var spurður út í fagnaðarlætin eftir hlaupið og um það hvort hann hafi verið að sína andstæðingum sínum vanvirðingu með þessu. The world has a new sprint sensation and his name is Letsile Tebogo from Botswana pic.twitter.com/rzA1Ty0dHj— Fentuo Tahiru Fentuo (@Fentuo_) August 3, 2022 „Markmiðið var að koma hingað og njóta hlaupsins. Ef einhver tók þessu sem vanvirðingu þá bið ég viðkomandi afsökunar á því. Mér þykir það mjög leitt,“ sagði Letsile Tebogo. „Ég sá áhorfendurna og þetta var fyrir alla sem voru að horfa heima. Að minna þá aðeins á það sem Usain Bolt gerði í gamla daga. Hann er átrúnaðargoðið mitt og sá sem ég leit upp til,“ sagði Letsile. Usain Bolt var líka ánægður með strákinn og uppátæki hans og hrósaði honum á samfélagsmiðlum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira