Erlent

Rán­dýrt að skoða Komododreka og starfs­menn farnir í verk­fall

Bjarki Sigurðsson skrifar
Drekarnir eru baneitraðir en þeir geta orðið allt að þrír metrar á lengd og eru venjulega um sjötíu kíló.
Drekarnir eru baneitraðir en þeir geta orðið allt að þrír metrar á lengd og eru venjulega um sjötíu kíló. Getty

Kostnaður við að ferðast á tvær eyjur sem eru heimkynni Komododrekans átjánfaldaðist um mánaðamót júlí og ágúst. Ferðamenn þurfa nú að borga 3,75 milljónir indónesískra rúpía til að fá aðgang að eyjunni, tæpar 35 þúsund íslenskar krónur.

Eyjurnar tvær tilheyra Indónesíu og ákváðu stjórnvöld þar í landi að hækka verðið til þess að vernda heimkynni drekans en stofninn er afar viðkvæmur. Talið er að aðeins þrjú þúsund drekar séu til í heiminum en einu náttúrulegu heimkynni þeirra eru á eyjunum tveimur. 

Eftir að tilkynnt var um verðhækkunina hafa starfsmenn í ferðamannabransanum á eyjunum tveimur ákveðið að fara í verkfall.

„Þetta hefur skapað mikla óvissu meðal okkar. Við ákváðum að fara í verkfall þar sem við erum að lenda í miklu tapi hérna,“ hefur CNN eftir Leo Embo, leiðsögumanni í Indónesíu.

Eyjunum var lokað alfarið árið 2020 til þess að reyna að vernda stofninn en smyglarar eiga það til að heimsækja eyjuna með það eitt að markmiði að nema drekana á brott og selja á svörtum markaði. Þær voru opnaðar aftur í ár.


Tengdar fréttir

Eyjafrýnan nú talin í útrýmingarhættu

Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin (IUCN) telja nú að eyjafrýnan, sem einnig er nefnd kómódódrekinn, sé í útrýmingarhættu. Spáð er að búsvæði þessarar stærstu eðlutegundar á jörðinni minnki um að minnsta kosti 30% á næstu 45 árum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.