Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 15:22 Rússar beindu eldflaugum sínum meðal annars að höfninni í Odessa sem er ein þriggja mikilvægust útflutningshafna Úkraínu. AP/borgarstjórn Odessa Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38