Sport

Viðræður um bardaga Hafþórs Júlíusar við heimsmeistara

Hjörvar Ólafsson skrifar
Hafþór Júlíus hafði betur gegn Eddie Hall fyrr á þessu ári.
Hafþór Júlíus hafði betur gegn Eddie Hall fyrr á þessu ári. Mynd/Talksport

Hafþór Júlíus Björnsson gæti stigið inn í hringinn og mætt þar Ty­son Fury, tvö­földum heims­meist­ara í þunga­vigt í hne­fa­leik­um.

Eftir að Fury varði WBC þunga­vikt­ar­titil með því að leggja Dilli­an Whyte að velli á Wembley í apríl fyrr á þessu ári lagði Fury hanskana á hilluna.

Nú gæti verið að Fury nái í hanskana af hillunni og mæti kraftlyftingamanninum Hafþóri Júlíusi í hnefaleikabardaga.   

„Það væri skemmtilegt að sýna honum fyrir framan 70 þúsund áhorfendum hvernig hnefaleikar virka og rota hann svo. Viðræður standa yfir og ganga vel," sagði Fury í samtali við Telegraph um mögulegan bardaga sinn við Fjallið. 

„Það væri gam­an,“ sagði Fury um bar­dag­ann við Hafþór í sam­tali við enska fjöl­miðil­inn Tel­egraph. „Það væri frá­bært að mæta þarna frammi fyr­ir 70 þúsund áhorf­end­um og sýna hon­um hvað hne­fa­leik­ar snú­ast um, fá hann til að klúðra, og rota hann svo.“

„Ég vil endilega slást við hann og vonandi verður þetta staðfest sem fyrst," sagði Hafþór Júlíus sem hefur barist tvisvar sinnum í hnefaleikabardaga og haft betur í bæði skiptin. 

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×