Krísa hjá ÍBV | Vinnubrögð leitt til vantrausts Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 12:00 Hermann Hreiðarsson, stýrir karlaliði ÍBV í knattspyrnu. Vísir/Hulda Margrét Aðalstjórn ÍBV þarf að fara að leysa hnúta sem myndast hafa innan félagsins vegna umdeildrar ákvörðunar sem hún tók vegna skiptingar fjármagns til íþróttadeilda innan ÍBV. Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka. ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira
Daði Pálsson, framkvæmdarstjóri Leo Seafood, greinir frá því á Eyjar.net í gær að aðalstjórn ÍBV tók upp á því að misskipta þeim hagnaði sem varð til hjá félaginu á milli knattspyrnu- og handknattleiksdeildar félagsins. „Traustið á aðalstjórn og yfirstjórn félagsins er farið með þeirra vinnubrögðum, sem leitt hefur félagið í sínar mestu ógöngur frá stofnun þess,“ skrifaði Daði. Fram til þessa hefur umframfé verið skipt í tvennt milli deildanna tveggja en nú fær knattspyrnudeildin um 65 prósent af hagnaði ÍBV. „Á árinu 2021 nam hagnaðurinn 67.000.000 kr. og í staðinn fyrir að báðar deildir fengju 33.500.000 kr. eða 50 prósent eins og verið hefur frá stofnun þess, fékk handknattleiksdeildin 23,9 milljónir og knattspyrnudeild 43 milljónir.“ Ákvörðunin um tekjuskiptinguna var tekin 15. mars síðastliðin og er sögð vera hluti af leiðréttingu sem þarf að fara fram innan félagsins. Svo virðist sem aðilar innan handknattleiksdeildar og forráðamenn ÍBV hafi staðið í deilum allt frá því að að ákvörðun aðalstjórnar var tekin í mars. Óttast handknattleiksdeild að meira fé verði tekið af henni fyrir frekari leiðréttingum knattspyrnudeildar í framtíðinni. ÍBV gaf út tilkynningu á fimmtudaginn síðasta þar sem ákvörðun stjórnar um tekjuskiptingu frá 15. mars verði frestað. Aðalstjórn bað jafnframt um frið til að undirbúa Þjóðhátíð sem er á næsta leyti og ætlar að leitast eftir því að ná sátt við fulltrúa handboltans eftir verslunarmannahelgina. Uppfært klukkan 16:30 ÍBV hefur dregið ákvörðunina um tekjuskiptingu til baka.
ÍBV Olís-deild karla Olís-deild kvenna Besta deild kvenna Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Sjá meira