Bale stefnir á tvö stórmót í viðbót Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. júlí 2022 16:30 Gareth Bale ætlar sér ekki að hætta knattspyrnuiðkun alveg strax. James Williamson - AMA/Getty Images Velski knattspyrnumaðurinn Gareth Bale stefnir á að taka þátt á EM í Þýskalandi árið 2024 og jafnvel HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum. Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Þessi 32 ára knattspyrnumaður gekk í raðir Los Angeles FC í bandarísku MLS-deildinni á dögunum, en margir höfðu búist við því að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir að þátttöku hans á HM í Katar í lok árs myndi ljúka. Á sínum fyrsta blaðamannafundi eftir vistaskiptin til Bandaríkjanna sagði Bale hins vegar að hann ætti nóg eftir. Gareth Bale: “I still have many years to come. I haven’t come here at Los Angeles just to be here for six or 12 months...”. 🏴 #LAFC“I’ve come here to try and be here as long as possible. It gives me the best opportunity to go to the next Euros, maybe further”. pic.twitter.com/qpEyJ6treV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 11, 2022 „Ég kom ekki til að vera hérna í stuttan tíma,“ sagði Bale. „Ég held að það að ég sé hér gefi mér bestu möguleikana á því að komast á Evrópumótið árið 2024, og hver veit, kannski eitt stórmót enn. Það er markmiðið. Ég kom hingað til að spila stórt hlutverk og ég get ekki beðið eftir því að byrja. Ég hef lengi fylgst með MLS-deildinni þó það hafi stundum verið erfitt út af tímamismuninum, en ég hef alltaf reynt að horfa á hana í sjónvarpinu.“ „Gæðin í deildinni eru að aukast mikið og hún er mun sterkari en fólkið í Evrópu heldur. Deildin er að verða betri, vellirnir eru að verða betri og liðin eru að verða betri þannig að þetta er deild sem er klárlega á uppleið.“ „Ég held að það horfi enginn lengur á MLS-deildina sem eftirlaunadeild. Hún er líkamleg og tekur á,“ sagði Bale að lokum.
Fótbolti Bandaríski fótboltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira