Lífið

Lea Michele mun leika Fanny Brice

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
F.h. Beanie Feldstein, Barbra Streisand, Lea Michele
F.h. Beanie Feldstein, Barbra Streisand, Lea Michele Getty

Arftaki Beanie Feldstein sem Fanny Brice í Funny Girl á Broadway var kynntur í gær. Leikkonan Lea Michele tekur við hlutverkinu 6. september næstkomandi.

Endurvakning Funny Girl söngleiksins hófst í apríl á þessu ári en fékk fremur slæma dóma. Seinast þegar verkið var í sýningu á Broadway lék Barbra Streisand aðalhlutverkið Fanny Brice sem Feldstein lætur nú af hendi.

Seinasta sýning Feldstein verður 31. júlí næstkomandi en varamaður hennar mun fylla í skarðið þar til Michele tekur við. Þetta kemur fram á vef CNN.

Hlutverk Fanny Brice og Funny girl söngleikurinn hefur fylgt Michele lengi. Þegar hún lék í sjónvarpsþáttunum Glee söng hún lög úr söngleiknum og dreymdi karakterinn hennar þar um að hreppa hlutverk Fanny Brice.

Í þáttunum söng hún til dæmis lagið „Don‘t rain on my parade“ úr söngleiknum en lagið söng hún einnig á Tony verðlaunahátíðinni 2010.

Söng Michele á Tony hátíðinni 2010 má sjá hér að ofan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.