Keflavík og Leiknir R. með óvænta en örugga sigra á meðan Fram tapar ekki í Úlfarsárdal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. júlí 2022 11:00 Sebastian Hedlund sá rautt og Valur fékk 0 stig. Vísir/Tjörvi Týr Þrír leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta á mánudag. Keflavík vann öruggan 3-0 útisigur á Val og sömu sögu er að segja af Leikni Reykjavík sem heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Þá vann Fram 1-0 sigur á FH. Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Þegar sléttur hálftími var liðinn í leik Vals og Keflavíkur átti sér stað atvik sem átti eftir að breyta gangi leiksins. Sebastian Hedlund reif þá Patrik Johannesen niður í þann mund er framherjinn var að fara skófla boltanum yfir línuna. Rautt spjald fór á loft og vítaspyrna dæmd. Úr spyrnunni skoraði Johannesen sjálfur og Keflavík var yfir í hálfleik. Í þeim síðari óðu gestirnir í færum en það var ekki fyrr en stundarfjórðungur lifði leiks sem Adam Ægir Pálsson kom Keflavík í 2-0 með snyrtilegri afgreiðslu framhjá Frederik Schram sem var að leika sinn fyrsta leik í marki Vals. Rúnar Þór Sigurgeirsson gulltryggði svo sigurinn er hann slapp í gegn á 86. mínútu og setti boltann milli fóta markvarðar Vals. Leiknum lauk með þriggja marka sigri Keflavíkur og var Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, allt annað en sáttur með hugarfar sinna manna að leik loknum. Klippa: Besta deild karla: Valur 0-3 Keflavík Í Garðabæ var Leiknir Reykjavík í heimsókn en gestirnir lönduðu sínum fyrsta sigri í umferðinni á undan. Einn sigurleikur varð að tveimur en Leiknismenn fóru mikinn í fyrri hálfleik og gerðu svo gott sem út um leikinn. Bjarki Aðalsteinsson kom Leikni yfir strax á 7. mínútu og Róbert Hauksson tvöfaldaði forystuna með laglegu marki eftir rúmlega hálftíma leik. Mikkel Dahl slapp svo í gegn rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og skoraði í autt markið eftir að hafa farið framhjá Haraldi Björnssyni, markverði Stjörnunnar. Dahl virkaði rangstæður á því sjónarhorni sem sást í sjónvarpinu en það þýðir lítið að deila við dómarann. Staðan 0-3 í hálfleik og urðu það einnig lokatölur leiksins. Klippa: Besta deild karla: Stjarnan 0-3 Leiknir Reykjavík Í Úlfarsárdal í Grafarholti var FH í heimsókn. Gestirnir hafa ekki enn unnið leik síðan Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson tóku við sem þjálfarateymi liðsins og þurfa þeir að bíða áfram. Fram vann 1-0 sigur þökk sé marki Tiago Manuel Da Silva Fernandes í upphafi síðari hálfleiks. Fram er því enn ósigrað á nýjum heimavelli í sínum og gleðin mikil í Grafarholtinu. Klippa: Besta deild karla: Fram 1-0 FH Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Fram Mest lesið Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Íslendingapartý í Katowice Körfubolti „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti Rekinn úr félaginu sínu en valinn í landsliðið á móti Íslandi Sport Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira