Sport

Júlían hafnaði í níunda sæti á Heimsleikunum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Júlían J. K. Jóhannson hafnaði í níunda sæti á WorldGames í kraftlyftingum.
Júlían J. K. Jóhannson hafnaði í níunda sæti á WorldGames í kraftlyftingum. Kraft.is

Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson hafnaði í níunda sæti á Heimsleikunum, WorldGames, í kraftlyfingum í gær.

Keppninni lauk í gær þegar þyngstu flokkar karla og kvenna stigu á svið. Júlían var meðal tólf keppenda í SuperHeavyWeight og endaði í níunda sæti. Hann lyfti 395 kg í hnébeygju, 312,5 kg í bekkpressu og 375 kg í réttstöðulyftu og samanlagt lyfti hann því 1082, kg.

Keppt var í stigakeppni og því voru það léttari keppendurnir sem röðuðu sér í efstu sætin. Oleksiy Bychkov frá Úkraínu fagnaði sigri með 107,92 stig, Yang Sen frá Taípei varð annar með 107,68 stig og þriðji varð Bretinn Tony Cliffe með 105,33 stig. Júlían fékk 95,31 stig í níunda sæti.

Júlían á enn heimsmetið í réttstöðulyftu, 405,5 kg, en tvær atlögur voru gerðar að því. Campos Murillo frá Kosta Ríka reyndi við metið þegar hann reyndi að lyfta 406,5 kg og Júlían reyndi sjálfur að lyfta 406 kg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×