Mátti ekki taka bjór úr hillum Árni Sæberg skrifar 30. júní 2022 15:05 ÁTVR mátti ekki fjarlægja Faxe Witbier og Faxe IPA úr bjórkælum sínum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt ákvörðun ÁTVR um að taka tvær tegundir bjórs, sem innflutningsfyrirtækið Dista flytur inn, úr hillum vínbúða úr gildi. Dómurinn taldi ÁTVR ekki hafa farið að lögum með því að taka mið af framlegð þegar ákveðið var hvaða bjórar fengu hillupláss. Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér. Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Dista stefndi ÁTVR fyrir héraðsdóm og krafðist þess að tvær ákvarðanir ÁTVR yrðu felldar úr gildi. Annars vegar ákvörðun um að Faxe Witbier væri tekinn úr sölu og hins vegar að Faxe IPA væri tekinn úr sölu. Fyrirtækið taldi ÁTVR ekki heimilt að úthluta hilluplássi í vínbúðum á grundvelli framlegðar frekar en eftirspurnar. Bjórarnir tveir falla báðir í flokkinn annar bjór en ÁTVR hafði ákveðið að fimmtíu bjórar með mesta framlegð í flokknum skyldu fá pláss í hillum vínbúða. Að loknum lágmarks sölutíma beggja bjóranna var hvorugur þeirra á lista yfir fimmtíu framlegðarmestu bjórana. Þó munaði ekki miklu. Bjórarnir voru hins vegar á lista yfir fimmtíu bjóra eftir hverjum var mest eftirspurn. Af þeim sökum taldi Dista að ÁTVR hefði brotið gegn rétti fyrirtækisins og lögum um innkaup ríkisfyrirtækisins. Dista vísaði meðal annars til þess að með því að meta verðleika vara út frá framlegð frekar en eftirspurn væri dýrari vörum haldið að neytendum. Þá benti Dista á að ÁTVR skyldi gæta jafnræðis við val á vörum til innkaupa, sér í lagi í ljósi einokunarstöðu ÁTVR á áfengismarkaði. Vísaði til reglugerðar sem átti ekki stoð í lögum ÁTVR krafðist sýknu af öllum kröfum Dista og bar fyrir sig að ákvarðanir um að taka bjórana úr sölu hafi að öllu leyti verið í samræmi við lög og reglur. Þá mótmælti ríkisfyrirtækið því að það hafi ekki mátt miða við framlegð við vöruval. Heimild fyrir því væri í reglugerð. Í niðurstöðum héraðsdóms sagði að sú reglugerð sem ÁTVR vísaði til ætti sér ekki næga stoð í lögum enda mætti ekki skerða atvinnufrelsi einstaklinga eða lögaðila með reglugerð, en dómarinn taldi að ákvæði reglugerðarinnar um framlegð skerti atvinnufrelsi Dista. Að þeirri niðurstöðu fenginni taldi dómurinn ekki nauðsynlegt að fjalla um aðrar hliðar málsins og felldi niður ákvarðanir ÁTVR um að taka bjórana úr sölu. Þá var ÁTVR gert að greiða málskostnað Dista, 1,75 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa hér.
Dómsmál Áfengi og tóbak Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira