Fótbolti

Sadio Mane lítur út eins og hann ætli að taka þýsku bundesliguna með trompi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane milli þeirra Oliver Kahn og Herbert Hainer þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Bayern München.
Sadio Mane milli þeirra Oliver Kahn og Herbert Hainer þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Bayern München. EPA-EFE/MARTIN DIVISEK

Sadio Mane er ekki lengur leikmaður Liverpool eftir að félagið seldi hann til Bayern München á dögunum. Senegalinn ætlar greinilega að mæta til leiks í Þýskalandi í frábæru formi.

Hinn þrítugi Mane hefur verið sex ár hjá Liverpool og á þeim tíma vann félagið marga titla þar sem hann skoraði mikið af mörkum.

Nú var hins vegar komið að nýrri áskorun fyrir hann og hann vildi ólmur komast til þýsku meistarana. Nú væri réttur tími til að breyta til.

Bayern borgaði um 35 milljónir dollara fyrir framherjann en hann er ekki kominn til Þýskalands til að slaka á.

Mane er ekki farinn að mæta á æfingar hjá Bayern en hann er augljóslega að æfa sjálfur.

Þetta sést vel á myndum af honum sem Mane setti inn á samfélagsmiðla sína. Þar fer ekkert á milli mála að kappinn er í frábæru formi og ætlar greinilega að taka þýsku bundesliguna með trompi.

Fyrsta verkefni Mane með Bayern er æfingaferð til Bandaríkjanna í júlí þar sem liðið spilar meðal annars við Manchester City 24. júlí næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.