Enski boltinn

Maguire fékk frí frá fyrstu æfingum United til að njóta hveiti­brauðs­daganna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Harry Maguire voru ekki mættir á fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins en það vantaði fleiri stjörnuleikmenn liðsins.
Cristiano Ronaldo og Harry Maguire voru ekki mættir á fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins en það vantaði fleiri stjörnuleikmenn liðsins. Getty/David S. Bustamante

Manchester United hóf í vikunni æfingar undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Erik ten Hag. Það voru þó ekki allir leikmenn liðsins mættir á svæðið til að sýna sig og sanna fyrir nýja stjóranum.

Bæði Cristiano Ronaldo og Harry Maguire voru meðal þeirra sem fengu frí vegna persónulegra ástæðna. Það voru bara nítján leikmenn sem mættu á fyrstu æfinguna undir stjórn Ten Hag.

Ten Hag ræddi við leikmenn með þá Sir Alex Ferguson, Steve McClaren og Mitchell van der Gaag sér við hlið.

Bruno Fernandes og Raphael Varane voru meðal þeirra sem fengu lengra frí og voru því ekki á æfingunni.

Fyrirliðinn Harry Maguire fékk síðan sérstakt leyfi því nú er komið í ljós að Maguire var upptekinn við það að njóta hveitibrauðsdaganna.

Hinn 29 ára gamli Maguire giftist æskuástinni Fern Hawkins en hún er tveimur árum yngri en hann.

Brúðkaupið fór fram á Ítalíu og samkvæmt fréttum breskra slúðurmiðla þá kostaði það rúmlega fjörutíu milljónir íslenskra króna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.