Veður

Víða skýjað og væta og hiti að sau­tján stigum

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi.
Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðlægri eða breytilegri átt í dag og á morgun. Víða verður skýjað og sums staðar væta, en lengst af þurrt um landið vestanvert.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði einhverjar sólarglennur og jafnvel nokkuð bjart á Suðurlandi, sérstaklega á morgun. Hiti verður átta til sautján stig, hlýjast um landið suðvestanvert,

Þá segir að reikna megi með að hitinn gæti náð upp undir tuttugu stig þar sem best lætur.

„Eins hlýnar fyrir norðan og austan, en þó ekki eins mikið og verða menn að gera sér að góðu 8 til 15 stiga hita.

Ekki er að sjá viðlíka kulda í spánum og var um nýliðna helgi.“

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Dálítil væta suðaustan- og austanlands en annars úrkomulítið, hiti 8 til 12 stig. Bjart með köflum suðvestantil með hita að 18 stigum.

Á fimmtudag: Hæg breytileg átt og víða skúrir, hiti 8 til 18 stig, svalast við norðvesturströndina.

Á föstudag: Norðlæg eða breytileg átt. Rigning með köflum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast um landið suðvestanvert.

Á laugardag: Norðvestanátt og víða rigning, síst allra syðst. Kólnar heldur.

Á sunnudag: Vestlæg átt og víða væta. Fremur svalt.

Á mánudag: Útlit fyrir breytilega vindátt og þurrt víðast hvar. Milt sunnan- og vestantil, annars svalt.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.