Þar fengu stuðningsmenn íslenska liðsins tækifæri til þess að sjá hvernig íslenska liðið undirbýr sig fyrir stóru stundina.
Eftir æfingu gáfu leikmenn eiginhandaáritanir og hægt var að taka myndir með leikmönnum íslenska liðsins.
DJ Dóra Júlía var svo á svæðinu til þess að halda uppi stuðinu.
Hulda Margrét, ljósmyndari Vísis, var á Laugardalsvellinum og smellti af myndunum sem má sjá hér að neðan.





















