Innlent

Talinn hafa verið ölvaður þegar hann velti bíl

Kjartan Kjartansson skrifar
Mennirnir voru fluttir af slysstað á bráðadeild til aðhlynningar en verða svo báðir handteknir.
Mennirnir voru fluttir af slysstað á bráðadeild til aðhlynningar en verða svo báðir handteknir. Vísir/Vilhelm

Ökumaður og farþegi voru fluttir á bráðamóttöku eftir að bíll þeirra valt á Hringbraut á öðrum tímanum í nótt. Sá sem ók bílnum er grunaður um ölvun við akstur.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að bæði ökumaður og farþegi verði handteknir og vistaðir í fangageymslu þegar þeir hafa fengið aðhlynningu á bráðadeild.

Flytja þurfti bílinn af vettvangi og kalla til starfsfólk Orkuveitunnar vegna tjóns sem varð á ljósastaur við bílveltuna.

Á mynd sem fréttastofu var send af vettvangi virðist slysið hafa átt sér stað rétt vestan við mislæg gatnamót við Hringbraut og Bústaðarveg.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×