„Gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. júní 2022 19:11 Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri á HM í sundi í dag. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Sunkappinn Anton Sveinn Mckee náði frábærum árangri þegar hann kom sjötti í mark í úrslitasundinu í 200 metra bringusundi á HM í Búdapest í dag. Anton segist hafa náð sínum markmiðum og kveðst stoltur af því sem hann afrekaði í dag. „Þetta er bara frábært. Ég gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér miðað við þau markmið og væntingar sem ég kom með inn í mótið,“ sagði Anton Sveinn þegar Vísir náði af honum tali í kvöld. „Sjötti í heiminum er náttúrulega bara geggjað þannig að þetta er bara tækifæri til að vera stoltur af sjálfum sér þegar maður skarar framúr og er að gera eitthvað stór. Það er bara það sem ég lagði upp með í sundinu.“ „Ég held að ég sé skráður 19. inn í mótið og markmiðin voru vonandi að geta komist í úrslit. En svona árangurslega séð þá voru þau að ná undir 2:10.00 í 200 metra bringusundi og ég náði að gera það þrisvar sinnum. Ég gerði meira að segja gott betur og komst undir 2:09.00. Þetta eru tímamarkmið sem ég er búinn að setja mér yfir tímabilið í heild og það var geggjað að ná því núna en hefði ekkert verið hundrað í hættunni þó það hefði ekki tekist. Ég hefði fengið annað tækifæri á EM sem er eftir fimm vikur. Þannig að það er bara spennandi að hafa náð því þrisvar sinnum núna.“ „Snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum“ Anton var eðlilega lúinn þegar hann kláraði sundið.Maddie Meyer/Getty Images Anton byrjaði af miklum krafti í dag og var þriðji þegar sundið var hálfnað. Hann var svo fremstur þegar búið var að synda 150 metra af 200, en svo dró aðeins úr og hann endaði sjötti. Hann segist reyna að hugsa ekki of mikið um keppendurna í kringum sig, en það geti verið erfitt að stöðvar hugann frá því að reika. „Hugurinn leitar alveg í það að vilja vera að horfa eitthvað í kringum sig en það skilar alltaf mestu að einblína bara á sjálfan sig. Ég reyndi bara að synda mitt sund og mig langaði að byrja aðeins grimmar en ég byrjaði í gær og gef mér tækifæri á að vera á góðum stað,“ sagði Anton. „Engar afsakanir, en ég veit að ég get betur seinustu fimmtíu. Ég fékk þetta blessaða covid fyrir einhverjum tveimur vikum sem kannski truflaði æfingar smá, en ég er ótrúlega stoltur að hafa náð að vinna mig upp úr því og ná að verða sjötti í heiminum.“ „Nú þarf bara að halda áfram að æfa og fínpússa hluti. Þetta snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum og geta þá haldið vel í alla og neglt á þetta í lokin til að eiga séns á verðlaunum.“ „En planið mitt í dag var bara að keyra á þetta og reyna að útfæra mitt sund og vonandi bæta mig. En eins og ég segi þá er ég bara mjög sáttur. Þetta er annar hraðasti tíminn sem ég hef farið á frá upphafi þannig ég er bara ógeðslega glaður með það.“ EM framundan og stefnir á að taka næsta skref Anton leit svo aðeins inn í framtíðina áður en samtalinu lauk og fór yfir það sem er framundan hjá honum. Hann tekur þátt á EM eftir fimm vikur og svo stefnir hann á miklar bætingar fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Vonandi koma miklar bætingar yfir langan tíma. Ég þurfti algjörlega að ýta á endurræsingartakkann í desember eftir að hafa grafið mig smá niður í holu. Það er frábært að hafa tekið skrefið upp úr henni og náð góðum bætingum núna.“ „Næst er svo bara EM eftir fimm vikur þannig að núna taka bara æfingar og hvíld við. Það er aðalmótið og tímabilið hefur verið sett upp fyrir það. Langtímasýn á næstu tvö ár er að markmiðið mitt á næsta ári er að taka næsta skref áfram. Ná undir 2:08.00 og þá er maður kominn á frábæran stað fyrir Ólympíuleikana og að ná góðum árangri þar,“ sagði kátur Anton Sveinn að lokum. Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
„Þetta er bara frábært. Ég gæti ekki verið stoltari af sjálfum mér miðað við þau markmið og væntingar sem ég kom með inn í mótið,“ sagði Anton Sveinn þegar Vísir náði af honum tali í kvöld. „Sjötti í heiminum er náttúrulega bara geggjað þannig að þetta er bara tækifæri til að vera stoltur af sjálfum sér þegar maður skarar framúr og er að gera eitthvað stór. Það er bara það sem ég lagði upp með í sundinu.“ „Ég held að ég sé skráður 19. inn í mótið og markmiðin voru vonandi að geta komist í úrslit. En svona árangurslega séð þá voru þau að ná undir 2:10.00 í 200 metra bringusundi og ég náði að gera það þrisvar sinnum. Ég gerði meira að segja gott betur og komst undir 2:09.00. Þetta eru tímamarkmið sem ég er búinn að setja mér yfir tímabilið í heild og það var geggjað að ná því núna en hefði ekkert verið hundrað í hættunni þó það hefði ekki tekist. Ég hefði fengið annað tækifæri á EM sem er eftir fimm vikur. Þannig að það er bara spennandi að hafa náð því þrisvar sinnum núna.“ „Snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum“ Anton var eðlilega lúinn þegar hann kláraði sundið.Maddie Meyer/Getty Images Anton byrjaði af miklum krafti í dag og var þriðji þegar sundið var hálfnað. Hann var svo fremstur þegar búið var að synda 150 metra af 200, en svo dró aðeins úr og hann endaði sjötti. Hann segist reyna að hugsa ekki of mikið um keppendurna í kringum sig, en það geti verið erfitt að stöðvar hugann frá því að reika. „Hugurinn leitar alveg í það að vilja vera að horfa eitthvað í kringum sig en það skilar alltaf mestu að einblína bara á sjálfan sig. Ég reyndi bara að synda mitt sund og mig langaði að byrja aðeins grimmar en ég byrjaði í gær og gef mér tækifæri á að vera á góðum stað,“ sagði Anton. „Engar afsakanir, en ég veit að ég get betur seinustu fimmtíu. Ég fékk þetta blessaða covid fyrir einhverjum tveimur vikum sem kannski truflaði æfingar smá, en ég er ótrúlega stoltur að hafa náð að vinna mig upp úr því og ná að verða sjötti í heiminum.“ „Nú þarf bara að halda áfram að æfa og fínpússa hluti. Þetta snýst um að vera öruggur og líða betur í þessum úrslitasundum og geta þá haldið vel í alla og neglt á þetta í lokin til að eiga séns á verðlaunum.“ „En planið mitt í dag var bara að keyra á þetta og reyna að útfæra mitt sund og vonandi bæta mig. En eins og ég segi þá er ég bara mjög sáttur. Þetta er annar hraðasti tíminn sem ég hef farið á frá upphafi þannig ég er bara ógeðslega glaður með það.“ EM framundan og stefnir á að taka næsta skref Anton leit svo aðeins inn í framtíðina áður en samtalinu lauk og fór yfir það sem er framundan hjá honum. Hann tekur þátt á EM eftir fimm vikur og svo stefnir hann á miklar bætingar fyrir Ólympíuleikana í París 2024. „Vonandi koma miklar bætingar yfir langan tíma. Ég þurfti algjörlega að ýta á endurræsingartakkann í desember eftir að hafa grafið mig smá niður í holu. Það er frábært að hafa tekið skrefið upp úr henni og náð góðum bætingum núna.“ „Næst er svo bara EM eftir fimm vikur þannig að núna taka bara æfingar og hvíld við. Það er aðalmótið og tímabilið hefur verið sett upp fyrir það. Langtímasýn á næstu tvö ár er að markmiðið mitt á næsta ári er að taka næsta skref áfram. Ná undir 2:08.00 og þá er maður kominn á frábæran stað fyrir Ólympíuleikana og að ná góðum árangri þar,“ sagði kátur Anton Sveinn að lokum.
Sund Tengdar fréttir Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fleiri fréttir Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Sjá meira
Anton Sveinn í sjötta sæti á HM Sundkappinn Anton Sveinn Mckee hafnaði í sjötta sæti í 200 metra bringusundi í 50 metra laug á heimsmeistaramótinu í sundi í Búdapest í dag. 23. júní 2022 17:36