Umsátursástand eftir skotárás í Hafnarfirði Kjartan Kjartansson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. júní 2022 09:29 Vopnaður sérsveitarmaður við Miðvang í Hafnarfirði. Bíllinn sem skotið var á sést í bakgrunni. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn reyna nú að ræða við karlmann á sjötugsaldri sem er grunaður um að skjóta á kyrrstæðan bíl fyrir utan fjölbýlishús við Miðvang í Hafnarfirði í morgun. Vopnaðir sérsveitarmenn eru á vettvangi og mikil viðbúnaður en grunaði byssumaðurinn er í íbúð í blokkinni. Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Tilkynning barst lögreglu um skothvelli við fjölbýlishús við Miðvang á áttunda tímanum í morgun. Grunur leikur á að íbúi í húsinu hafi skotið á kyrrstæðan bíl sunnanmegin við fjölbýlishúsið, gegnt leikskólanum Víðivöllum. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé talinn einn inni í íbúð í blokkinni og lögregla hafi talað við hann. Markmiðið sé að fá manninn heilan út. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá vettvangi. Starfsfólki og börnum á leikskólanum hefur verið gert að halda sig innandyra og foreldrum barna sem voru ekki mætt í morgun sagt að koma ekki með þau. Verslun Nettó á bak við blokkina hefur verið lokuð frá því að aðgerðir lögreglu hófust. Fréttin hefur verið uppfærð. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum á vettvangi í vaktinni hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Lögreglumál Skotvopn Skotárás við Miðvang Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira