Innlent

Aftanákeyrsla á Hellisheiði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árekstur á Hellisheiði
Árekstur á Hellisheiði Aðsent

Bílslys varð á Hellisheiði fyrir skömmu er bifreið ók aftan á aðra bifreið. Einhver slys urðu á fólki en ekki er vitað um líðan þeirra. Ekki þurfti að notast við klippur til að koma farþegum úr bifreiðunum að sögn Halldórs Ásgeirssonar, aðalvarðstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu.

Slysið varð neðarlega í Skíðaskálabrekkunni á Hellisheiði og voru bílarnir á leið í vesturátt. Um er að ræða fólksbíl og jeppa. 

Veginum í vestur hefur verið lokað en hjáleið var opnuð við skíðaskálann og gengur umferð þar enn. 

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.