Covid-stuðningur fastur milli ráðuneyta: „Ekki enn fengið krónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 07:31 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikilvægt að lofað fé skili sér til að starfsemi sé óskert. Vísir/Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda við að standa við gefin loforð gagnvart íþróttahreyfingunni. Vikulega fullvissi stjórnvöld KKÍ um að fé, sem lofað var í mars, skili sér fljótlega en á meðan efndir dragist aukist hættan á að íþróttastarf skerðist. Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“ Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Sjá meira
Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera „Mjög stoltur af liðinu“ Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Sjá meira