Covid-stuðningur fastur milli ráðuneyta: „Ekki enn fengið krónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 07:31 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikilvægt að lofað fé skili sér til að starfsemi sé óskert. Vísir/Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda við að standa við gefin loforð gagnvart íþróttahreyfingunni. Vikulega fullvissi stjórnvöld KKÍ um að fé, sem lofað var í mars, skili sér fljótlega en á meðan efndir dragist aukist hættan á að íþróttastarf skerðist. Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“ Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“
Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Leik lokið: FHL-FH 0-2 | Tvö mörk Elísu í lokin tryggðu FH öll stigin Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Tom Brady steyptur í brons Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti