Covid-stuðningur fastur milli ráðuneyta: „Ekki enn fengið krónu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. júní 2022 07:31 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir mikilvægt að lofað fé skili sér til að starfsemi sé óskert. Vísir/Stöð 2 Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, gagnrýnir harðlega seinagang stjórnvalda við að standa við gefin loforð gagnvart íþróttahreyfingunni. Vikulega fullvissi stjórnvöld KKÍ um að fé, sem lofað var í mars, skili sér fljótlega en á meðan efndir dragist aukist hættan á að íþróttastarf skerðist. Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“ Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjá meira
Greint var frá því í gær að KR hafi þurft að fá frest til að ganga frá skuldum við KKÍ. Það tafði skipulag Íslandsmóta hjá sambandinu. KR mátti ekki skrá sig til leiks og greiða skráningargjald án þess að gera upp skuldir sínar við KKÍ fyrst. Hannes segir að fjöldi félaga hafi verið á síðustu stundu með að gera upp sínar skuldir og greiða skráningargjald í mótin. Þetta sé dæmi um stöðuna sem íþróttafélög á landinu séu í, þar sem mörg hver séu enn í vanda stödd vegna tekjutaps tengdu Covid-faraldrinum. „Það vita allir að það hefur verið erfitt rekstrarumhverfi síðustu árin vegna Covid og því hefur KKÍ ekki verið í hörðum innheimtuaðgerðum á sín aðildarfélög og reynt að sýna eins mikinn skilning og hægt er miðað við það sem regluverkið segir okkur. Það voru nokkur félög sem greiddu á síðustu stundu en þetta félag [KR] náði því ekki,“ var haft eftir Hannesi í gær. Séu fullvissuð vikulega en efndir fylgi ekki Því kallar Hannes eftir stuðningi frá stjórnvöldum við félögin. Tillaga um viðbótarfjárstuðning upp á 500 milljónir króna hafi verið samþykkt í mars, loforð sem enn hafi ekki verið uppfyllt. „Það er ansi vont að sá viðbótarfjárstuðningur sem ríkisvaldið hefur samþykkt fyrir nokkrum mánuðum að greiða til íþróttahreyfingar er enn fastur í vinnu á milli ráðuneyta, sem er bara ekki boðlegt lengur. Það er búið að segja við okkur nánast í hverri viku í marga mánuði að þessi fjárstuðningur sé að koma en ekkert gerist,“ Þar á Hannes líklega við mennta- og barnamálaráðuneytið, sem fer með starf íþrótta, og fjármála- og efnahagsráðuneytið sem heldur um ríkisbudduna. Góður Covid-stuðningur við félögin dugir ekki til Hannes segir ríkið hafa sinnt íþróttahreyfingunni vel á meðan Covid-faraldrinum stóð en brýnt sé að standa við loforð um viðbótarstyrki, svo að félög geti sinnt sínum grunnskyldum. „Mig langar að það komi skýrt fram að ríkisvaldið hefur stutt vel við íþróttahreyfinguna á meðan allt þetta Covid vesen var en núna þarf að klára þetta svo íþróttafélög, sérsambönd og íþróttahéruðin geti farið að einbeita sér að starfinu frekar en eilífum fjárhagsáhyggjum vegna mikils umframkostnaðar og tekjufalls vegna sóttvarvarreglna sem voru í heiminum,“ segir Hannes, sem segir jafnframt að KKÍ hafi ekki séð krónu frá stjórnvöldum og þurft að taka á sig töluvert tap til að halda sinni starfsemi gangandi. „Ég ítreka að sérsamböndin eins og KKÍ hafa ekki enn fengið krónu í stuðning á þessum Covid tíma þrátt fyrir mikinn tekjumissi og umframkostnað sem hleypur á tugum milljóna,“ segir Hannes. Aðspurður um téðan umframkostnað og tekjumissi segir hann: „KKÍ hefur þurft að leggja út ansi margar milljónir vegna sóttvarnarmála á ferðalögum landsliðanna sem og voru ferðalög ansi flókin á löngum tíma í Covid sem gerði kostnaðinn enn hærri. Einnig varð mikill tekjumissir af því að fá ekki að halda neina heimaleiki þar sem allt var spilað í sóttvarnarbubblum.“
Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjá meira