Sport

Arnór Ingvi spilaði klukkutíma þegar lið hans náði í öflugt stig

Hjörvar Ólafsson skrifar
Arnór Ingvi Traustason var í eldlínunni í Bandaríkjunum í nótt. 
Arnór Ingvi Traustason var í eldlínunni í Bandaríkjunum í nótt.  Vísir/Getty

Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 63 mínúturnar þegar lið hans, New England Revolution, gerði 1-1 jafntefli í leik sínum við Philadelphia Union í MLS-deildinni í fótbolta í nótt sem leið. 

Arnór Ingvi, sem lék á vinstri vængnum, var þarna að spila sinn sjötta deildarleik á yfirstandandni keppnistímabili. 

New England Revolution hefur 16 stig eftir 13 leiki í Austurriðli deildarinnar. Philadelphia Union er hins vegar einu stigi á eftir New York City sem trónir á toppi riðilsins. 

Róbert Orri Þorkelsson var ekki í leikmannahópi Montréal þegar liðið lagði Cincinnati, 4-3, í Vesturriðli deildarinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×