Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. maí 2022 14:30 flickr Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. Úígúrar telja um 12 milljónir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeir eru flestir múslimar og þessi minnihlutahópur hefur á síðustu árum sætt miklum ofsóknum kínverskra stjórnvalda, sem hafna harðlega fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla. 14 vestrænir fjölmiðlar opinberuðu í vikunni, gagnaleka tugþúsunda skjala og mynda sem sýna og sanna umfang þessara grófu ofsókna í garð Úígúra. Pyntingar og fangelsisdómar Í skjölunum er að finna ljósmyndir og nöfn þúsunda Úígúra sem hafa verið fangelsaðar og dæmdar til ára og áratuga fangelsisvistar fyrir litlar sem engar sakir og oft fyrir eitthvað sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Í skjölunum kemur fram að kínversk stjórnvöld reki fangabúðir í Xinjiang-héraði þar sem ein til tvær milljónir Úígúra hafa verið fangelsaðar á síðustu árum. Kínversk stjórnvöld kalla þetta endurmenntunarbúðir, en myndirnar tala sínu máli. Þær sýna fólk flutt á milli staða í járnum og með hettu yfir höfðinu. Við yfirheyrslur eru fangarnir reyrðir niður í svokallaða tígrisstóla, sem eru alræmd pyntingartól í Kína. Fanginn er látinn sitja dögum saman í þessum járnstólum, bundinn á höndum og fótum. Fangarnir eru frá 15 ára til 73 ára. Adrian Senz, þýskur sérfræðingur í málefnum Úígúra í Kína, leiddi rannsókn fjölmiðla á gögnunum. Hann segir þau vera beinharðar sannanir um það sem vestrænir fjölmiðlar hafi sagt um margra ára skeið og þarna geti að líta verstu ofsóknir gegn minnihluta- og trúarbragðahópi síðan í helför Þjóðverja gegn gyðingum. Fólk dæmt fyrir litlar sem engar sakir Sem dæmi um dóma kínverskra stjórnvalda yfir Úígúrum má nefna 65 ára konu sem dæmd var til fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa árið 1984, keypt bók um trúarbrögð. 54 ára karl var dæmdur til 13 ára fangavistar fyrir að efna til bænahalds og að hafa þannig raskað almannaró. Honum var einnig gefið að sök að hafa látið sér vaxa skegg. Þá var einn karl dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa lesið trúarbókmenntir með ömmu sinni fyrir ríflega áratug. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist hart við, þau segja þetta hluta af áróðursstríði Vesturlanda gegn Kína. Staðreyndin sé sú að íbúar Xinjiang-héraðs búi við stöðugleika, velmegun og hamingju. Fjölmiðlarnir sem hafa afhjúpað þessi skjöl gera þau öll aðgengileg á síðum sínum svo almenningur geti kynnt sér þau milliliðalaust. Eftirfarandi fjömiðlar og samtök unnu saman að þessum uppljóstrunum: BBC, El País, USA Today, Der Spiegel, Politiken, Le Monde, Mainichi Shimbun, ICIJ, Bayerischer Rundfunk, L’Espresso, NHK, YLE, Dagens Nyheter og Aftenposten. Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Úígúrar telja um 12 milljónir í Xinjiang-héraði í norðvesturhluta Kína. Þeir eru flestir múslimar og þessi minnihlutahópur hefur á síðustu árum sætt miklum ofsóknum kínverskra stjórnvalda, sem hafna harðlega fréttaflutningi vestrænna fjölmiðla. 14 vestrænir fjölmiðlar opinberuðu í vikunni, gagnaleka tugþúsunda skjala og mynda sem sýna og sanna umfang þessara grófu ofsókna í garð Úígúra. Pyntingar og fangelsisdómar Í skjölunum er að finna ljósmyndir og nöfn þúsunda Úígúra sem hafa verið fangelsaðar og dæmdar til ára og áratuga fangelsisvistar fyrir litlar sem engar sakir og oft fyrir eitthvað sem átti sér stað fyrir löngu síðan. Í skjölunum kemur fram að kínversk stjórnvöld reki fangabúðir í Xinjiang-héraði þar sem ein til tvær milljónir Úígúra hafa verið fangelsaðar á síðustu árum. Kínversk stjórnvöld kalla þetta endurmenntunarbúðir, en myndirnar tala sínu máli. Þær sýna fólk flutt á milli staða í járnum og með hettu yfir höfðinu. Við yfirheyrslur eru fangarnir reyrðir niður í svokallaða tígrisstóla, sem eru alræmd pyntingartól í Kína. Fanginn er látinn sitja dögum saman í þessum járnstólum, bundinn á höndum og fótum. Fangarnir eru frá 15 ára til 73 ára. Adrian Senz, þýskur sérfræðingur í málefnum Úígúra í Kína, leiddi rannsókn fjölmiðla á gögnunum. Hann segir þau vera beinharðar sannanir um það sem vestrænir fjölmiðlar hafi sagt um margra ára skeið og þarna geti að líta verstu ofsóknir gegn minnihluta- og trúarbragðahópi síðan í helför Þjóðverja gegn gyðingum. Fólk dæmt fyrir litlar sem engar sakir Sem dæmi um dóma kínverskra stjórnvalda yfir Úígúrum má nefna 65 ára konu sem dæmd var til fangelsisvistar árið 2018 fyrir að hafa árið 1984, keypt bók um trúarbrögð. 54 ára karl var dæmdur til 13 ára fangavistar fyrir að efna til bænahalds og að hafa þannig raskað almannaró. Honum var einnig gefið að sök að hafa látið sér vaxa skegg. Þá var einn karl dæmdur til 10 ára fangelsisvistar fyrir að hafa lesið trúarbókmenntir með ömmu sinni fyrir ríflega áratug. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist hart við, þau segja þetta hluta af áróðursstríði Vesturlanda gegn Kína. Staðreyndin sé sú að íbúar Xinjiang-héraðs búi við stöðugleika, velmegun og hamingju. Fjölmiðlarnir sem hafa afhjúpað þessi skjöl gera þau öll aðgengileg á síðum sínum svo almenningur geti kynnt sér þau milliliðalaust. Eftirfarandi fjömiðlar og samtök unnu saman að þessum uppljóstrunum: BBC, El País, USA Today, Der Spiegel, Politiken, Le Monde, Mainichi Shimbun, ICIJ, Bayerischer Rundfunk, L’Espresso, NHK, YLE, Dagens Nyheter og Aftenposten.
Kína Mannréttindi Tengdar fréttir Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Sjá meira
Lögregluþjónn lýsti kerfisbundnum pyntingum og ofbeldi í Xinjiang Fyrrverandi lögregluþjónn sem flúði frá Kína segir úígúra hafa verið beitta kerfisbundnum pyntingum og ofsóknum í Xinjiang-héraði í Kína. Úígúrar og aðrir múslimar hafi verið teknir af heimilum sínum og færði í fangageymslur þar sem þau voru þvinguð með ofbeldi til að játa á sig glæp. 5. október 2021 15:51
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36