Nokkrir íshnullungar féllu úr Grand Combin-fjallinu í Bagnes-dal í Valais-kantónu og ofan á hóp fjallgöngumanna sem klifu fjallið, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Þeir látnu voru fertug frönsk kona og 65 ára gamall spænskur karlmaður. Tveir þeirra slösuðu eru þungt haldnir.
Sjö björgunarþyrlur voru sendar á vettvang og fluttu þær sautján aðra fjallgöngumenn sem voru á staðnum í nokkrum hópum. Þau slösuðu voru flutt á sjúkrahús í Sion og Lausanne.