Rúnar Kristinsson: Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni Sverrir Mar Smárason skrifar 25. maí 2022 22:22 Rúnar brosti breitt í Garðabænum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum gríðarlega sáttur við 0-3 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar Karla í kvöld. KR-ingar komnir áfram í 16-liða úrslitin. „Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn. Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn.
Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Bellingham þarf að fara í aðgerð Sjá meira