Rúnar Kristinsson: Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni Sverrir Mar Smárason skrifar 25. maí 2022 22:22 Rúnar brosti breitt í Garðabænum í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum gríðarlega sáttur við 0-3 sigur sinna manna gegn Stjörnunni í Mjólkurbikar Karla í kvöld. KR-ingar komnir áfram í 16-liða úrslitin. „Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn. Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel. Geggjað að fá tækifæri til að halda áfram í bikarkeppninni og fá fleiri leiki. Við lendum strax hérna í 32-liða úrslitum á móti frábæru Stjörnuliði. Þetta var hörkuleikur og sárt að annað af þessum góðu liðum þyrfti að detta út úr bikarkeppninni. Það verður eitthvað annað eins á morgun því Valur og Breiðablik drógust líka saman. Þetta er sjarminn við keppnina. Flestir hefðu viljað fá kannski leik þar sem við hefðum getað dreift álaginu á liðið en við höfðum ekki möguleika á því í dag. Úr varð hörkuleikur og gott fyrir þá sem fylgjast með að sjá tvö góð lið,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa verið mikið gagnrýndir, réttilega, fyrir slaka frammistöðu í síðari hálfleik í leikjum sínum hingað til í sumar. Liðið var þétt og öflugt allan leikinn í dag og Rúnar var ánægður með það. „Já nokkurn veginn [fyrsti leikurinn sem KR spilar vel í heilan leik]. Það skiptir máli að fá inn mörk og þessi tvö mörk gáfu okkur mjög mikið í fyrri hálfleik. Þess vegna var auðveldara fyrir okkur að halda þetta út í síðari og stjórna aðeins leiknum. Stjarnan kom reyndar mjög sterk út fyrstu 15 og pressuðu okkur niður. Við nýttum ekki skyndisóknirnar nægilega vel. Í deildinni í þeim leikjum sem við höfum verið betri aðilinn í mörgum af þeim í fyrri hálfleik en höfum ekki náð að skora og komast yfir til að fylgja því eftir. Þá hafa menn kannski farið inn í einhverja skel, orðið hræddir og fyrir vikið höfum við ekki kannski fengið eins mörg stig og við höfum viljað. Engu að síður þá vitum við hvað býr í þessu liði, vitum hvers við erum megnugir við þurfum bara að fara að búa til fleiri 90 mínútur eins og við gerðum í dag,“ sagði Rúnar. En hvernig ætla þeir að búa til fleiri 90 mínútur eins og í dag? „Taka allt það góða út úr þessum leik, reyna að bæta allt það lélega og halda áfram að hlaða á okkur einhverju jákvæðu og góðu,“ svaraði Rúnar. Heimavöllurinn hefur gefist illa hjá KR hingað til á tímabilinu. Rúnar talar um muninn á því að spila á grasi og gervigrasi. „Þetta er búið að vera erfitt á heimavelli þar sem við höfum ekki nýtt þessi tækifæri sem við höfum fengið. Í dag spilum við heilsteyptan leik í 90 mínútur með einhverjum mínútum það sem Stjarnan fær sín færi og við hefðum hæglega getað skorað 2-3 mörk í viðbót. Við erum hérna á gervigrasi við geggjaðar aðstæður og það er bara stórmunur á því að spila á KR-vellinum sem lítur vel út úr fjarska en ef þú labbar inn á hann þá er hann ekki jafn sléttur og þetta hér. Við í rauninni erum stundum bara betri á gervigrasinu en á grasinu okkar heima. Það er auðveldara að verjast á KR-vellinum, lélegum grasvelli, það er erfiðara að spila góðan fótbolta þar. Vissulega höfum við verið að reyna að spila full mikinn fótbolta þar og þurfum kannski að reyna að fara auðveldari leiðir,“ sagði Rúnar um heimavöllinn.
Mjólkurbikar karla KR Stjarnan Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira