Fótbolti

Dalvík/Reynir sló Lengjudeildarlið Þórs úr leik

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dalvík/Reynir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Þór í kvöld.
Dalvík/Reynir vann óvæntan 2-0 sigur gegn Þór í kvöld. Twitter/@dalvik_reynir

Seinni fjórum leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla var að ljúka rétt í þessu og þar var boðið upp á óvænt úrslit þegar 3. deildarlið Dalvíkur/Reynis sló Lengjudeildarlið Þórs úr leik með 2-0 sigri.

Heimamenn í Dalvík/Reyni tóku forystuna eftir rétt tæplega hálftíma leik þegar Elmar Þór Jónsson varð fyrir því óláni að setja knöttin í eigið net.

Staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks, en það var Jóhann Örn Sigurjónsson sem tryggði heimamönnum óvæntan 2-0 sigur með marki á 79. mínútu og Dalvíkingar eru því á leið í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

 Í öðrum leikjum kvöldsins unnu Kórdrengir 2-0 útisigur gegn Hvíta riddaranum, HK sigraði Gróttu 3-1 og ÍR-ingar unnu 2-1 sigur gegn Grindavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.