Fótbolti

Hitað upp fyrir stórleik Breiðbliks og Vals og aðra leiki umferðarinnar

Atli Arason skrifar
Helena Ólafsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir fara yfir leiki umferðarinnar
Helena Ólafsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir og Mist Rúnarsdóttir fara yfir leiki umferðarinnar Bestu mörkin

Upphitunarþáttur Bestu markanna fyrir 6. umferð Bestu-deildar kvenna er kominn inn á Vísi en það er nóg af áhugaverðum leikjum á dagskrá.

Sjötta umferð Bestu-deildar hefst á morgun með fjórum leikjum. ÍBV tekur á móti Þór/KA á Hásteinsvelli, Afturelding fer í heimsókn til KR í botnslag á Meistaravöllum, Keflavík mætir Þrótt á HS Orku vellinum og Stjarnan og Selfoss mætast á Samsungvellinum í Garðabæ.

Umferðin klárast svo með sannkölluðum stórleik þegar Breiðablik fær Val í heimsókn á Kópavogsvelli á þriðjudagskvöldinu.

Helena Ólafsdóttir, Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir fara yfir alla umferðina en þáttinn í heild má sjá hér að neðan.

Klippa: Besta upphitunin - 6. umferðFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.