KR og Leiknir gerðu 1-1 jafntefli í 7. umferð Bestu deildarinnar í mjög svo kafla skiptum leik í dag og var þetta í jafnframt í fyrsta skipti sem að Leiknir sækir stig gegn KR-ingum í mótsleik. Mark KRinga gerði Hallur Hansson en mark Leiknis gerði Mikkel Dahl.
Þetta var fyrsta mark beggja leikmanna í Bestu deildinni.

Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur og tíðindalítill. KRingar byrjuðu fyrri hálfleikinn betur og sóttu strax hátt á völlinn. Það tók KR einungis tíu mínútur að setja boltann í net Leiknismanna.
Það gerði Hallur Hansson eftir fyrirgjöf frá Aroni Kristni Lárussyni. Aron sendi boltann frá vinstri kanti að markteig Leiknismanna og Hallur Hansson klafsar boltanum í netið, 1-0 fyrir KR og jafnframt fyrsta mark Færeyingsins í Bestu deildinni.

Einungis þremur mínútum síðar voru Leiknismenn afar nálægt því að gera sjálfsmark. Það atvikaðist þannig að Arnór Ingi ætlaði að losa pressuna en sparkaði boltanum í Dag Austmann og boltinn var á leið í markið en Viktor Freyr henti sér á boltann og forðaði sjálfsmarki.
Öðrum þremur mínútum síðar, eða á 16. mínútu leiksins átti Kennie Chopart frábæra fyrirgjöf, inn fyrir vörn Leiknismanna og rataði boltinn á Þorstein Má sem að þrumaði boltanum í netið.
Þorsteinn þó rangstæður og markið því ekki dæmt, frábært slútt hjá Þorsteini engu að síður.

Við tók „kick and run“ fótbolti og var það sem að eftir lifði fyrri hálfleiks mjög bragðdauft og tíðindalítið, KR leiddi 1-0 í hálfleik.
Leiknismenn byrjuðu síðari hálfleik af meiri krafti en þann fyrri. Leiknismenn spiluðu á móti vind og það virtist henta leikstílnum þeirra töluvert betur.
Þeir uppskáru hornspyrnu á 54. mínútu. Boltinn fór fyrir mark KR-inga þar sem að Róbert Hauksson kemur boltanum í átt að marki en Beitir ver boltann út í teig þar sem að Mikkel Dahl var vel vakandi og kemur boltanum í netið og gerir jafnframt sitt fyrsta mark í Bestu deildinni, 1-1 á Meistaravöllum.

Mikkel Dahl var síðan aftur á ferðinni á 71. mínútu þegar að Róbert Hauksson, sem var kominn að enda vallarins, átti sendingu út í teiginn á Mikkel Dahl en skot hans langt yfir markið af stuttu færi. Kjörið tækifæri fyrir Leiknismenn að taka forystu í leiknum.
Á 80. mínútu leiksins gerðu Leiknismenn í þrígang atlögu að marki KRinga en KRingum tókst í sífellu að bægja hættunni frá áður en að Ívar Orri dæmdi brot á Sindra Björnsson. Virkilega spennuþrungið augnablik.

Leiknismönnum tókst þó ekki að tryggja stigin þrjú þrátt fyrir mörg færi og endaði leikurinn því 1-1 í þessum mjög svo kaflaskipta leik. KRingar mun betri í fyrri hálfleik og Leiknismenn áttu mögulega sínar verstu 45 mínútur frá upphafi móts í fyrri hálfleik.
Leiknismenn komu aftur á móti mun sterkari inn í síðari hálfleikinn og fengu fullt af færum til þess að komast yfir og KRingar í raun heppnir að sleppa með stig.
Af hverju skildu liðin jöfn?
KRingar stýrðu leiknum frá A-Ö í fyrri hálfleik en komu bara slakir inn í seinni hálfleikinn. Eftir að Leiknismenn skora stjórnuðu þeir leiknum. Öfugt farið með Leiknismenn sem að voru arfaslakir í fyrri hálfleik en sýndu mikinn karakter í þeim síðari og skoruðu mark og hefðu vel getað bætt við fleirum.
Hverjir stóðu upp úr?
Kennie var góður á boltann í leiknum og hélt stöðugleika í spilamennsku sinni út leikinn. Leiknisliðið í heild sinni var frábært í síðari hálfleik. Markmennirnir báðir þeir Beitir og Viktor áttu flottan leik og björguðu liðum sínum oft.

Hvað gekk illa?
Sóknarleikur Leiknismanna einkenndist af „kick and run“ fótbolta, með vindinn í bakinu endaði boltinn oft á tíðum langt frá leikmanni og fengu þeir því engin færi. Þessu héldu Leiknismenn áfram út fyrri hálfleikinn. Þetta virkaði betur hjá þeim í þeim síðari þegar að mótvindurinn hægði á boltanum og þeir fóru þá að spila meira með jörðu.

Hvað gerist næst?
Leiknismenn fá Blika í heimsókn 29. maí kl. 19:15. Blikar sem að eru á eldi í deildinni munu ekki gera Sigurði Höskuldssyni og lærisveinum hans auðvelt fyrir í leit sinni að sínum fyrsta sigri.
Þá fer KR í Hafnarfjörðinn og mætir FH sama dag, á sama tíma.
Mér fannst við eiga að vinna þetta bara

Leiknismenn komu tvíefldir í seinni hálfleikinn í dag, aðspurður hafði Sigurður Heiðar - þjálfari Leiknis Reykjavíkur - þetta að segja:
„Fórum yfir stöðuna, eins og þú segir, örugglega versti fyrri hálfleikur hjá okkur í sumar þessi fyrri hálfleikur hérna í dag. Fórum yfir hlutina gerðum smá breytingar og hugarfarið í seinni hálfleik og krafturinn, þetta var gjörsamlega frábært. Risa hrós á liðið – mér fannst við eiga að vinna þetta bara.“
Leiknismenn fengu fjölda færa til þess að komast yfir gegn KRingum en náðu ekki að klára færin. Leiknismenn eru einungis með 3 stig eftir 7 umferðir en telja verður að jafntefli gegn KR sé afar sterk úrslit fyrir Leiknismenn.
Eru Leiknismenn komnir í gang?
„Við erum alveg búnir að vera í gangi, eins og ég sagði fyrir leik. Mér er ekkert búið að líða eins og við séum eitthvað afhroð og eiga að vera með 2 stig, mér finnst við vera búnir að vera betri en það. Við notum þetta og allt sem að er jákvætt og reynum að byggja ofan á það,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson að endingu.
Myndir



Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.