Parið hafði áður látið pússa sig saman af Elvis eftirhermu í Las Vegas um miðja nótt. Fulltrúi frá Dolce & Gabbana staðfesti í samtali við People að raunveruleikastjarnan var í kjól frá þeim í athöfninni á sunnudag.
Dolce & Gabbana kjóllinn var hvítur og stuttur og var hún líka með Dolce & Gabbana brúðarslöri sem var hetta með ermum. Hún klæddist dökkum stílhreinum pinnahælum við. Travis var klæddur í svört jakkaföt og svarta skirtu og var með sólgleraugu.
Eftir athöfnina keyrðu þau í burtu í blæjubíl sem var merktur „Just Married“.
Myndir frá deginum þeirra má sjá í Instagram albúminu hér fyrir neðan.