Tíska og hönnun

Gifti sig í Dolce & Gabbana kjól

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Travis Barker og Kourtney Kardashian.
Travis Barker og Kourtney Kardashian. Getty/Gilbert Carrasquillo

Kourtney Kardashian hefur nú birt myndir frá því hún giftist Travis Barker aftur um helgina. Eins og við fjölluðum um í gær giftu þau sig löglega í Santa Barbara í lítilli athöfn í ráðhúsinu.

Parið hafði áður látið pússa sig saman af Elvis eftirhermu í Las Vegas um miðja nótt. Fulltrúi frá Dolce & Gabbana staðfesti í samtali við People að raunveruleikastjarnan var í kjól frá þeim í athöfninni á sunnudag.

Dolce & Gabbana kjóllinn var hvítur og stuttur og var hún líka með Dolce & Gabbana brúðarslöri sem var hetta með ermum. Hún klæddist dökkum stílhreinum pinnahælum við. Travis var klæddur í svört jakkaföt og svarta skirtu og var með sólgleraugu. 

Eftir athöfnina keyrðu þau í burtu í blæjubíl sem var merktur „Just Married“.

Myndir frá deginum þeirra má sjá í Instagram albúminu hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Kourtney Kardashian og Travis Barker giftu sig í alvörunni

Eftir að hafa tekið æfingarbrúðkaup í síðasta mánuði eru Kourtney Kardashian og Travis Barker, einnig þekkt undir paranafninus Kravis, búin að ganga í það heilaga. Í þetta skiptið er það í alvörunni, lagalega séð.

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.