Lóa hittir aðalpersónurnar sem internetið hefur fætt af sér og skoðar hvaða áhrif netheimar hafa á raunheima og hvernig mörkin verða sífellt óskýrari.
Í síðasta þætti var fjallað um dulkóðaðan heim rafmyntar og Telegram. Hún hittir heittrúaða og tæknisinnaða frjálshyggjumenn, sem vilja breyta fjármálakerfi heimsins, og aðra sem eru ekki jafn sannfærðir.
„Í grunninn var Bitcoin hugsað sem greiðslukerfi en ég held að höfundar Bitcoin hafi ekki gert sér í hugarlund hvert þetta gæti farið af því að í kjölfarið af Bitcoin fæðast allskonar hugmyndir þar sem fólk er að læra nýja hluti eins og núna loksins getum við fært til verðmæti á internetinu án þess að það sé einhver milliliður,“ segir Kristján Ingi Mikaelsson sem er einn helstu sérfræðingur Íslands í rafmyntum en í þættinum er farið ítarlega yfir hvað og hvernig Bitcoin virkar.