Íslenski boltinn

Þunga­vigtin: „Það voru ein­hverjir sauðir þarna sem á­kváðu að hrækja á Óskar Hrafn“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Vilhelm

„Spilamennska Skagamanna var ekki það eina sem var til skammar á vellinum, þú ert kominn með myndband undir hendurnar,“ segir Ríkharð Óskar Guðnason við Kristján Óla Sigurðsson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar.

„Ég trúði því eiginlega ekki þegar ég fékk þetta sent. Þetta er bara galið. Það er þannig að í stúkunni – „Það er misjafn sauður í mörgu fé,“ eins og máltækið segir. Það voru einhverjir sauðir þarna sem ákváðu að hrækja á Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks. Við erum með þetta á myndbandi,“ segir Kristján Óli en myndbandið má sjá hér að neðan.

Klippa: Myndband: Hrækt á Óskar Hrafn

„Þetta hlýtur að hafa einhverja eftirmála. Ég bara trúi ekki öðru en KSÍ taki á þessu. Þetta er komið í skýrsluna hjá dómaranum,“ bætti Kristján Óli við.

„Þetta er bara hluti af þessu. Málið er bara að þetta er tvö á laugardegi og það er fullt af liði á Skaganum sem ræður ekki við það. Þeir eiga kannski bara að spila klukkan sjö á miðvikudagskvöldum. Þetta er fáránlegt og auðvitað á að refsa þeim en svona er þetta bara,“ skaut Mikael Nikulásson inn að endingu.

Vísir getur staðfest að stuðningsfólk ÍA lét sér ekki nægja að hrækja á þjálfara Breiðabliks heldur ákváðu nokkrir einstaklingar einnig að vaða inn í fréttamannastúku og láta þar nokkur vel valin orð falla yfir starfsmann íþróttamiðils sem fjallaði um leikinn.

Klippa: Þungavigtin: Hrækt á Óskar Hrafn

Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.