Viðbrögðin lýsandi fyrir efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar Snorri Másson skrifar 8. maí 2022 17:22 Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi á föstudaginn að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu á lífskjör viðkvæmustu hópa samfélagsins. Horft var sérstaklega til aðgerða til að verja stöðu örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega, eldra fólks, leigjenda og barnafjölskyldna. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir aðgerðirnar ekki fela mikið meira í sér en einfalda verðbólguleiðréttingu á kjörum þessara hópa. Vísir Óviðeigandi er að kalla það sértæk úrræði að leiðrétta kjör lífeyrisþega að sögn þingmanns Samfylkingarinnar. Forseti Alþýðusambandsins tekur undir gagnrýnina. Forsætisráðherra segir leitast við að tryggja að efnahagshremmingar auki ekki ójöfnuð. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal. Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um eitt prósentustig í vikunni og það er ekki án afleiðinga. Þegar ein prósenta skilar sér inn á húsnæðislán hjá einhverjum sem skuldar til dæmis þrjátíu milljónir krónur, geta mánaðarlegar afborganir hækkað um 25.000 krónur. Á sama tíma og hærri vextir plaga almenning, er verðbólga í hæstu hæðum, 7,2%, og hefur ekki verið hærri frá 2010. Vaxtahækkanir eiga að hægja á þróuninni en samkvæmt greiningu Jakobsson Capital er þó hætt við að henni verði alls ekki snúið við í bráð. Þar segir að enn eigi eftir að koma inn í verðbólguna það sem hefur verið kallað hamfarahækkanir á matvælaverði víða um heim; Babe, you ain't seen nothing yet, segir þar um verðbólguna. Milda á höggið fyrir þá sem fátækari eru. Almannatryggingar hafa verið hækkaðar, húsnæðisstuðningur fyrir leigjendur og barnabætur eru hækkaðar. En það kostar. „Það skiptir máli eins og kom fram í tilefni af vaxtahækkuninni að við sýnum skynsemi og ráðdeild í ríkisrekstrinum í framhaldinu, en um leið verðum við að tryggja að þetta verði ekki til þess að auka ójöfnuð,“ segir Katrín Jakobsdóttir í samtali við fréttastofu. Almenningur tekur skellinn aftur ef aðgerðirnar eru ekki fjármagnaðar Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir: „Þessi viðbrögð núna bera svolítið keim af því hvernig efnahagsstefnan er rekin. Það er beðið þar til á síðustu stundu með að ráðast í aðgerðir þegar allt er á síðasta séns. Í rauninni er fyrst og fremst verið að grípa til þess að fullfjármagna kerfin eins og þau eiga að vera í grunninn. Það eiga ekki að vera kreppuúrræði að tryggja til að mynda að fólk á örorkulífeyri og ellilífeyri fái verðbólgubætur, en það er verið að tromma þetta upp sem sértæk úrræði sem auðvitað á ekki við í þessu samhengi,“ segir Kristrún. Forseti Alþýðusambandsins tekur í sama streng og segir aðgerðirnar rétt halda í við verðbólguna og dýrtíðina núna. „Svo höfum við líka áhyggjur af því að ef það er verið að fara í svona aðgerðir, sem eru nauðsynlegar, þá þarf líka að fjármagna þær. Því að ef þær eru ekki fjármagnaðar með því að búa til sanngjarnara skattkerfi, þá getur þetta komið niður á þjónustu við almenning. Þá er það enn og aftur almenningur sem þarf að taka skellinn,“ segir Drífa Snædal.
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52 Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Grípa til aðgerða vegna verðbólgunnar Ríkisstjórnin samþykkti á fundi hennar í dag að ráðast í mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum verðbólgu. 6. maí 2022 12:52
Kristrún segir ríkisstjórnina hafa flotið sofandi að feigðarósi Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar en hún á sæti í fjárlaganefnd fyrir hönd flokksins, segir grátlegt að horfa upp á andvaraleysi ríkisstjórnarinnar vegna verðbólguþrýstings. 4. maí 2022 12:24