Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Snorri Másson skrifar 6. maí 2022 20:01 Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fjallað var um mál Innheimtustofnunar og handknattleiksdeildar Harðar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innslagið má sjá hér að ofan. Grunur vaknaði þegar Ríkisendurskoðun skoðaði málið Þegar fréttir bárust af því í desember að æðstu stjórnendur Innheimtustofnunar hefðu verið sendir í leyfi vegna gruns um misferli vissu líklega fæstir hvað Innheimtustofnun var. Eðlilega kannski, stofnunin á eiginlega bara samskipti við foreldra vegna meðlags. En Innheimtustofnun er ekki lítið batterí, það innheimti til dæmis um 3,4 milljarða króna af foreldrum bara árið 2020. Stofnunin er í eigu sveitarfélaganna, en undanfarin ár hefur verið stefnt að því að færa hana yfir til ríkisins. Þegar starfsfólk stofnunarinnar á Ísafirði tregaðist við að liðka fyrir því ferli, var ákveðið að láta Ríkisendurskoðun gera úttekt á starfseminni. Þar kom ýmislegt upp úr dúrnum og ekki leið á löngu þar til forstöðumaður stofnunarinnar hafði verið kærður til lögreglu. Málið var talið svo alvarlegt að héraðssaksóknari sendi tíu menn vestur á firði til að gera húsleit hjá stofnuninni. Sama dag gerðu þeir einnig húsleit hér í Reykjavík. Bragi Axelsson, fyrrverandi forstöðumaður Innheimtustofnunar á Ísafirði, var vikið úr starfi vegna gruns um misferli. Þar leikur grunur á um að hans eigin lögmannsstofu Officio hafi verið greiddar þóknanir vegna innheimtustarfa. Officio er helsti bakhjarl handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur átt ævintýralega góðu gengi að fagna undanfarin ár.Vísir/Samsett Tugir milljóna Þrír hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn saksóknara. Forstjóri stofnunarinnar, Jón Ingvar Pálsson, forstöðumaður stofnunarinnar, Bragi Axelsson, og einn annar starfsmaður stofnunarinnar. Bragi Axelsson lögmaður hefur verið forstöðumaður Innheimtustofnunar frá 2010. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu leikur grunur á um að lögmannsstofa hans, Officio ehf., hafi á síðasta eina og hálfa ári tekið í kringum fjörutíu milljónir í þóknanir fyrir innheimtu sem hún innti af hendi fyrir stofnunina. Þar fyrir utan er Bragi talinn hafa átt annað félag, sem annaðist erlenda innheimtu fyrir stofnunina. Allt er þetta til rannsóknar og enn óljóst um lögmæti þessara viðskipta. Officio helsti bakhjarl liðs í miklum vexti En hvað gerir Officio ehf. við tugi milljóna króna? Verulegir fjármunir hafa alla vega ratað til handknattleiksdeildar íþróttafélagsins Harðar á Ísafirði. Á treyjum félagsins er Officio helsti bakhjarlinn. Kannski ekki að undra, þegar eigandi lögmannsstofunnar var sjálfur formaður handknattleiksdeildarinnar, Bragi Axelsson sem sagt. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hann ekki lengur formaður deildarinnar. Annað fyrirtæki í eigu Braga, fasteignasalan Kofi, er einnig stuðningsaðili félagsins. Uppgangur handknattleiksdeildar Harðar á undanförnum árum hefur verið ævintýralegur og það sem virðist vera blómlegur fjárhagur vekur athygli. Árangurinn lætur ekki á sér standa, lið skipað níu erlendum leikmönnum vann sig í vor upp í deild þeirra bestu, Olísdeildina.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Ísafjarðarbær Hörður Handbolti Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20 Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31 Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fleiri með réttarstöðu sakbornings Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga eru með réttarstöðu sakbornings. Þrír voru handteknir vegna málsins á dögunum. 12. apríl 2022 10:20
Húsleit og handtaka á Ísafirði Embætti héraðssaksóknara réðst í morgun í umfangsmiklar aðgerðir á Ísafirði í tengslum við rannsókn á máli tengt Innheimtustofnun sveitarfélaga. Að minnsta kosti einn hefur verið handtekinn og farið í húsleit í bænum. 7. apríl 2022 15:31
Fyrst sendir í leyfi og nú sagt upp störfum Jóni Ingvari Pálssyni, forstjóra Innheimtustofnunar sveitarfélaga, og Braga Axelssyni, forstöðumanni stofnunarinnar á Ísafirði, hefur verið sagt upp störfum. Uppsagnirnar koma í kjölfar þess að þeir voru sendir í leyfi en Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar síðastliðið haust. 7. apríl 2022 12:14