Við sama tilefni tóku þær lagið Euphoria. Myndböndin hafa verið birt á vef keppninnar. Flutning þessa hæfileikaríku tónlistarkvenna má sjá hér fyrir neðan. Önnur æfing íslenska hópsins á Eurovision sviðinu fer fram á morgun.
Systur og Lay Low fluttu saman Euphoria og órafmagnaða útgáfu af Með hækkandi sól

Systur fluttu lagið Með hækkandi sól saman ásamt Lay Low lagahöfundi lagsins í Eurovision House Party. Lay Low, Elín, Sigga og Beta eru allar staddar í Tórínó á Ítalíu þar sem Systur keppa á fyrra undankvöldi Eurovision þriðjudaginn 10. maí.
Tengdar fréttir

Covid-19 smit í portúgalska Eurovision hópnum
Meðlimur í portúgalska Eurovision hópnum greindist með Covid-19 í skimun í PalaOlimpico tónleikahöllinni í Torino.

Árný Fjóla verður stigakynnir Íslands á úrslitakvöldi Eurovision
Árný Fjóla Ásmundsdóttir meðlimur í Gagnamagninu verður stigakynnir Íslands í Eurovision keppninni í ár.

„Stöndum öll saman þegar það kemur að stóru stundinni“
Íslenski Eurovision hópurinn flaug út til Tórínó um helgina. Systkinin Sigríður, Eyþór, Elísabet og Elín Eyþórsbörn tóku fyrstu æfinguna á sviðinu í gær.